Munnlegar heimildir
Munnlegar heimildir eru ekki skráðar í heimildaskrá heldur einungis sem tilvísun.
Undir munnlegar heimildir falla hvers kyns persónuleg samskipti eins og samskipti augliti til auglitis, símtal, bréfasamskipti, tölvupóstur, skilaboð og einkaskilaboð í gegnum samfélagsmiðla.
Jane E., tölvupóstur til höfundur, 23. apríl 2017.
Jón Jónsson, einkaskilaboð á Facebook til höfundar, 30. apríl 2017.
Færslur á samfélagsmiðlum skal alla jafna ekki skrá í heimildaskrá en þær fylgja öðru sniði en munnlegar heimildir.
Sjá: Samfélagsmiðlar undir Efni á netinu