Tilvitnanir

Tilvitnun er efni eða efnisatriði sem fengið er úr heimild. Hlutverk tilvitnana er að útskýra og rökstyðja hugmyndir höfundar og tengja þær við það sem áður hefur verið gert, hugsað og skrifað.

Oftast er vitnað til:

Tilvitnanir geta verið langar eða stuttar og ákveðnar reglur gilda um uppsetningu hvors tveggja.

Gæði fræðilegra skrifa liggja fyrst og fremst í því hversu vel höfundi tekst að flétta saman eigin hugmyndir við hugmyndir annarra, með rökstuðningi og vísun í önnur verk.

Image
Mynd sem sýnir tilvitnanir. Tilvitnun í orðalag er afmerkt með gæsalöppum. Stundum er nauðsynlegt að hafa blaðsíðutal en stundum ekki. Tilvitnun í efni getur sleppt gæsalöppum.