Hér er að finna nánari útskýringar á einstökum liðum í skráningu í tilvísunum og heimildaskrám.
Ekki er hægt að gefa dæmi um skráningu allra mögulegra heimilda. Ef hér er ekki gefið upp nákvæmt dæmi um heimild sem þarf að skrá er sniðmátunum ætlað að gefa hugmynd um hvernig slík heimild er skráð. Í þeim tilfellum skal nota það snið sem á best við fyrir viðkomandi heimild.