Lesmál
Tilvitnanir og tilvísanir er að finna í lesmáli ritsmíða. Tilvitnun er það efni (orðrétt eða efnislegt) sem fengið er úr ákveðinni heimild. Tilvísunin vísar á heimildina í heimildaskrá.
Lesandi fræðilegrar ritsmíðar þarf að vita tvennt um uppruna þeirrar vitneskju sem hann les:
- Hver sagði það, uppgötvaði það, rannsakaði það eða útskýrði það?
- Hvenær var það sagt, uppgötvað, rannsakað eða útskýrt?
Mikilvægt er að gæta nákvæmni og samræmis við skráningu tilvísana og tilvitnana. Ekki má breyta merkingu tilvitnana og ekki má breyta orðréttum tilvitnunum.
Tilvísunin þarf að vísa lesanda á fulla skráningu heimildarinnar í heimildaskrá. Heimildaskrá er að finna aftast í hverju verki.
Lesmál- Tilvitnanir í APA staðli
Lesmál - Tilvísanir í APA staðli