Ritver HÍ

Ritver Háskóla Íslands býður upp á aðstoð við fræðileg skrif fyrir nemendur og starfsfólk frá öllum deildum og sviðum háskólans á bæði íslensku og ensku.

Í Ritveri geta nemendur HÍ pantað viðtalsfund og fengið góð ráð um hvers kyns úrlausnarefni sem tengjast fræðilegum ritgerðum, skýrslum og öðrum skriflegum verkefnum.

Image
Merki Ritvers Háskóla Íslands.

Fyrir kennara

Ritverið býður upp á margs konar stuðning fyrir kennara sem notast við skrifleg verkefni í námskeiðum sínum. Við höfum áður boðið upp á:

  • Stutta kynningu á ritverinu
  • Heimildaskráningu í APA og Chicago
  • Uppbyggingu fræðilegra skrifa
  • Veggspjaldakynningu
  • Ritvinnslu í Microsoft Word
  • Leiðbeiningar fyrir kennara við gerð verkefnalýsinga
  • Stuðningur við starfsfólk af erlendum uppruna við gerð kennsluefnis á íslensku

Hafðu samband við okkur á ritver@hi.is ef þú vilt kynningu frá okkur  eða að við höldum vinnustofu í námskeiðinu þínu. Ef þú hefur áhuga á annars konar kynningu en þeim hér að ofan getum við sérsniðið kynningu fyrir námskeiðið þitt.

Image
Þrjár konur leita að efni á tölvu.