Um heimildir úr stjórnsýslu

Í fræðilegum bókum, greinum og verkefnum háskólanema er oft vísað til heimilda úr stjórnsýslu, til að mynda lög, reglugerðir, frumvörp og þingsályktunartillögur.

Ekki ríkir sátt um hvernig skuli skrá slíkar heimildir í heimildaskrá eða hvernig skuli vísa til þeirra í texta. Erfitt er að fara eftir reglum APA-staðals við skráningu slíkra heimilda þar sem APA tekur mið af bandarískum reglum og hefðum sem samræmast oft ekki gögnum sem tilheyra íslenskri stjórnsýslu.

Hér er lagt til að lög, reglugerðir og samþykktir séu skráð með sama sniði. Þá er lagt til að aðrar stjórnsýsluheimildir sem hafa þingskjalsnúmer séu skráðar eftir öðru sniði. Hér er því um tvö grunnsnið að ræða við skráningu heimilda úr íslenskri stjórnsýslu.

Athugið að hér er aðeins um tillögur að ræða og nemendur eru hvattir til að leita ráða hjá kennurum sínum varðandi skráningu heimilda úr stjórnsýslu.

Snið A (lög, reglugerðir og samþykktir): Titill nr. xx/setningarár.
Snið B (annað úr stjórnsýslu með þingskjalsnúmeri): Þingskjal nr. xx/ártal. Titill.

Samkvæmt APA eru titlar heimilda úr stjórnsýslu ekki skáletraðir.