Tímasætið
Í tímasætið er skráð útgáfuár heimildar. Þegar skráðar eru lokaritgerðir frá háskólum skal skrá í tímasætið það ártal sem gefið er upp á ritgerðinni þótt ekki sé um eiginlega útgáfu að ræða.
Aðalsteinn Snorrason. (2011). Ímynd Íslands í Bandaríkjunum. Samanburður þjóðfélagshópa (óútgefin meistararitgerð). Háskóli Íslands.
Stefán Hrafn Jónsson og Margrét Héðinsdóttir. (2010). Líkamsþyngd barna á höfuðborgarsvæðinu: Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Lýðheilsustöð og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins.
Í sumum tilvikum er viðeigandi að skrá árstíð, mánuð, viku eða dag í tímasætið, auk útgáfuárs.
Dæmi
Sigurður Líndal. (2001, haust). Skírnir 175 ára. Skírnir, 175, 273–283.
Rimaskóli vann allar viðureignir. (2012, 9. september). Mbl.is. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/09/09/rimaskoli_vann_allar_vidureignir/