Höfundarsætið
Skrá skal nafn höfundar í höfundarsætið. Ef ekki er um eiginlegan höfund að ræða skal skrá ritstjóra eða þann sem séð hefur um útgáfuna í höfundarsætið. Stundum gengst stofnun eða fyrirtæki í ábyrgð fyrir höfund og í öðrum tilvikum er nafn höfundar óþekkt.
Höfundarsætið ræður stafrófsröð í heimildaskrá og til þess er vísað þegar vísað er til heimildar í lesmáli.
Grundvallarreglan er sú að skráð er fullt nafn íslenskra höfunda í heimildaskrá. Sjá nánar um nöfn höfunda.
Almennt skal skrá eftirnafn erlendra höfunda fyrst og upphafsstaf fornafns á eftir.
Ef nöfn erlendra höfunda koma fram í öðru sæti en höfundarsæti þá er fyrsti stafur fornafns á undan eftirnafni af því þetta hefur ekki áhrif á röð heimilda í heimildaskrá (þ.e. raðað er í heimildaskrá eftir eftirnafni).
Á bak við eina heimild geta staðið einn eða fleiri höfundar en ákveðnar reglur gilda um skráningu nafna höfunda eftir fjölda þeirra.