Aðgreining verka

Ef skráð eru í heimildaskrá fleiri en eitt verk eftir sama höfund skal raða þeim í heimildaskrá eftir útgáfuskrá, það elsta fyrst.

Dæmi um skráningu

Bandura, A. (1986). Social foundations of thought and action. A social cognitive theory. Prentice-Hall.

Bandura, A. (1997). Self-efficacy: The exercice of control. W. H. Freeman.

Benton, D. (2008). Micronutrient status, cognition and behavioral problems in childhood. European Journal of Nutrition, 47, 38–50.

Benton, D. (2010). The influence of dietary status on the cognitive performance of children. Molecular Nutrition & Food Research, 54, 457–470.

Ef skráð eru í heimildaskrá fleiri en eitt verk sama höfundar sem gefin eru út sama ár skal raða þeim eftir stafrófsröð titils. Enskur ákveðinn greinir (the) hefur ekki áhrif á stafrófsröð.

  • Greina skal verk í sundur með a, b, c o.s.frv. á eftir ártali.

 

Benton, D. (2008a). The influence of children’s diet on their cognition and behavior. European Journal of Nutrition, 47, 25–37.

Benton, D. (2008b). Micronutrient status, cognition and behavioral problems in childhood. European Journal of Nutrition, 47, 38–50.

 

Ef verk er án dagsetningar (e.d.) skal líta á þá heimild sem elstu heimild.

Ef verk er „í prentun“ skal litið á það sem nýjasta verk höfundar.

Ef skráð eru í heimildaskrá tvö eða fleiri verk sama höfundar sem eru án dagsetningar eða í prentun skal merkja heimildirnar með bókstöfunum (-a, -b, -c)

Guðrún Sófaníusardóttir. (e.d.-a) …
Guðrún Sófaníusardóttir. (e.d.-b) …

Verk sem höfundur skrifar einn skal telja á undan verkum sem hann skrifar með öðrum.

Ef höfundur á fleiri en eitt verk með öðrum ræður nafn þess höfundar sem næstur er nefndur því hvernig heimildinni er raðað í heimildaskrá (stafrófsröð).

Ef sömu höfundar eiga fleiri en eitt verk saman eru þau skráð í tímaröð, elsta fyrst.

Ef sömu höfundar eiga fleiri en eitt verk frá sama ári, ræður stafrófsröð titla röð í heimildaskrá.

 

Hanna Ragnarsdóttir og Hildur Blöndal. (2010). Skólamenning og fjölbreyttir starfsmannahópar í leikskólum. Í Hanna Ragnarsdóttir og Elsa Sigríður Jónsdóttir (ritstjórar), Fjölmenning og skólastarf (bls. 131–155). Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum og Háskólaútgáfan.

Hanna Ragnarsdóttir og Kristín Loftsdóttir. (2010). Námsefni og kennsluhættir í fjölmenningarlegu samfélagi. Í Hanna Ragnarsdóttir og Elsa Sigríður Jónsdóttir (ritstjórar), Fjölmenning og skólastarf (bls. 209–228). Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum og Háskólaútgáfan.