Höfundur óþekttur

Aðrir en höfundur í höfundarsæti

Fyrir kemur að einhver annar en höfundur er skráður í höfundarsætið. Þetta á til dæmis við um höfundarlaust efni eða þegar vísað er í ritraðir eða ritstýrðar bækur í heild sinni.

  • Ritstjóri kemur í stað höfundar sé hans ekki getið eða um ritstýrða bók er að ræða.
  • Ef ekki er um höfund að ræða og verkið á ábyrgð stofnunar tekur hún höfundarsætið.
  • Ef höfundur er óþekktur og ritstjóri ekki tilgreindur tekur titill höfundarsæti.

Dæmi

Ef vísað er til ritstýrðrar bókar eða verks í heild í lesmáli tekur ritstjóri höfundarsætið, þ.e. verkið er skráð á nafn ritstjóra.

Buchanan-Barrow, E. (ritstjóri). (2005). Children’s understanding of the school. Psychology Press.

Ef ekki er um höfund að ræða, heldur verk eða skýrslu sem unnið er af stofnun, tekur heiti stofnunarinnar í höfundasætið.

Lýðheilsustöð. (2011). Allt hefur áhrif, einkum við sjálf: Sameiginlegt verkefni Lýðheilsustöðvar, heilsugæslunnar og sveitarfélaga á Íslandi 2005-2010, lokaskýrsla. Höfundur.

 

Erfitt getur verið að tilgreina höfund að heimasíðum stofnana og fyrirtækja. Þá er heiti þeirrar stofnunarinnar eða fyrirtækisins, sem ber ábyrgð á síðunni, skráð í höfundarsæti.

 

Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (e.d.). Mennta- og menningarmálaráðuneytið. http://www.menntamalaraduneyti.is/

The University of Chicago Laboratory Schools. (e.d.). Schools. http://www.ucls.uchicago.edu/schools/index.aspx

Ef höfundur er óþekktur og ritstjóri ekki nafngreindur tekur titill höfundarsætið. Titlar bóka, tímarita og aðrir titlar sem almennt eru skáletraðir í heimildaskrá eru þá skáletraðir í tilvísun. Titlar greina, kafla og aðrir titlar sem ekki eru skáletraðir í heimildaskrá eru hafðir innan gæsalappa í tilvísun þegar ekki er skráður höfundur.

Basic History of Immigration. (2009). Migration Press.

Biblían. (1981). Hið íslenska Biblíufélag.

Rimaskóli vann allar viðureignir. (2012, 9. september). Mbl.is.  http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/09/09/rimaskoli_vann_allar_vidureignir/

 

Biblían alla jafna ekki skráð í heimildaskrá. Þó hefur skapast ákveðin hefð fyrir því á Íslandi og því er gefið dæmi um það hér.

Fyrsta tilvísun

Biblían. Fimmta Mósebók 3:7 (11. íslenska útgáfa)

Seinni tilvísanir

Biblían. Fimmta Mósebók 4:11

Stundum getur átt við að skrá heiti vefsvæðis í höfundarsæti. Þetta á við ef ekki kemur skýrt fram hver er höfundur eða hver er ábyrgur fyrir vefsvæðinu eða efninu sem þar er birt.

Skólavefurinn. (2000). Samfélagsfræði. http://skolavefurinn.is/_opid/_valmynd/samfelagsfraedi/index.htm

Ritstjórar taka oft höfundarsæti þegar orðabækur og uppflettirit eru skráð. Ef hvorki er um höfund né ritstjóra að ræða er titill skráður í höfundarsæti.

Á Íslandi hefur skapast sú hefð að skrá sumar orðabækur með titil í höfundarsæti þrátt fyrir að orðabókin hafi höfund eða ritstjóra. Hér er mælt með því að skrá bækur á nafn ritstjóra ef nokkur kostur er.

Hér að neðan eru sýnd nokkur dæmi um hvernig hægt er að skrá orðabækur og uppflettirit.

 

Höfundur í höfundarsæti orðabóka og uppflettirita

Jón Hilmar Jónsson. (2005). Stóra orðabókin um íslenska málnotkun. JPV útgáfa.

 

Ritstjóri í höfundarsæti orðabóka og uppflettirita

Collins, C. og Hands, P. (ritstjórar). (2002). Thesaurus: The ultimate wordfinder. HarperCollins.

Mörður Árnason (ritstjóri). (2002). Íslensk orðabók: A–L (3. útgáfa, aukin og endurbætt). Edda.

 

Titill í höfundarsæti orðabóka og uppflettirita

Cambridge advanced learnerʼs dictionary. (2003). Cambridge University Press.

Íslensk samheitaorðabók. (2012). Svavar Sigmundsson (ritstjóri). Forlagið.