Vefsætið

Þegar vísað er í efni af vef þarf að vísa lesandanum sem næst þeim heimildum sem vitnað er til. Í vefsætið skal ýmist skrá DOI-slóð eða vefslóð.

Ef bók, grein eða annað er sótt af vef skal ekki tilgreina útgefanda eða útgáfufyrirtæki (þ.e. útgáfusætið skal vera tómt). Skrá skal DOI-slóð eða vefslóð í vefsæti eftir því sem við á.

Alltaf skal vísa í nákvæma vefslóð. Ekki er nóg að vísa lesendum á forsíðu vefjar Háskóla Íslands (www.hi.is) ef upplýsingarnar sem notaðar eru er að finna á einhverri undirsíðu (t.d. www.hi.is/um_skolann).