Skýrslur, samantektir, smárit og gagnasöfn
Það getur verið erfitt að vísa í skýrslur, samantektir, smárit og gagnasöfn vegna þess að oft vantar upplýsingar eins og höfund eða ár en líka vegna þess að það koma oft margir aðilar að útgáfu þessa efnis.
Það sem er mikilvægast við skráningu þessara heimilda er að gæta samræmis og að gefa upp nægar upplýsingar til að lesandi geti nálgast þær.
Hér fyrir neðan eru dæmi um skráningu skýrslna, samantekta og smárita annars vegar og gagnasafna hims vegar.
Dæmi
Skýrslur, samantektir og smárit eru sett upp eins og bækur. Ef það er enginn höfundur er útgefandi eða stofnun skráð sem höfundur.
Löng tilvísun
Höfundur, Titill (útgefandi, ár), blaðsíða, hlekkur ef við á.
1. Walter Loban, Language Development: Kindergarten through Grade Twelve (Office of Education, 1976), 73.
2. Creative New Zealand, New Zealanders and the Arts: Attitudes, Attendance and Participation in 2014 (Creative New Zealand, 2014), 223, http://www.creativenz.govt.nz/development-and-resources/research-and-reports/new-zealanders-and-the-arts-2014.
Stutt tilvísun
Höfundur, Titill, blaðsíðutal.
3. Loban, Language Development: Kindergarten through Grade Twelve, 73.
4. Creative New Zealand, New Zealanders and the Arts, 223.
Heimildaskrá
Höfundur. Titill. Útgáfa, útgáfuár. Hlekkur ef við á.
Loban, Walter. Language Development: Kindergarten through Grade Twelve. Office of Education, 1976.
Creative New Zealand. New Zealanders and the Arts: Attitudes, Attendance and Participation in 2014. Creative New Zealand, 2014. http://www.creativenz.govt.nz/development-and-resources/research-and-reports/new-zealanders-and-the-arts-2014.
Þegar vísað er í gagnasafn þarf að skrifa -gagnasafn sett upp af- fyrir framan útgefanda eða stofnunina sem setti upp gagnasafnið.
Ef það er enginn höfundur er útgefandi eða stofnun skráð sem höfundur.
Stundum er það ekki sama stofnun sem safnar gögnunum og sem stendur fyrir gagnasafninu. Þá er stofnunin sem safnaði gögnunum sett sem höfundur en stofnunin sem setur upp gögnin (sjá dæmi um Eurostat og Hagstofu Íslands hér að neðan).
Löng tilvísun
Höfundur, Titill gagnasafns, ártal haft með í titlinum, gagnasafn sett upp af Útgefanda/Stofnun, hlekkur.
5. Eurostat gagnagrunnur, Verð á raforku til heimila og iðnaðar á Norðurlöndum 2013-2022, gagnasafn sett upp af Hagstofu Íslands, https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Umhverfi/Umhverfi__4_orkumal__1_orkuverdogkostnadur/IDN02303.px.
6. Stephen Ansolabehere, Pamela Ban og Michael Morse, Precinct-Level Election Data, 2014, gagnasafn sett upp af Harvard Election Data Archive, https://doi.org/10.7910/DVN/B51MPX, UNF:6:PR/uz4ma+Hs0TALYyMzr0w==.
Stutt tilvísun
Höfundur, Titill gagnasafns, ártal haft með í titlinum.
7. Eurostat gagnagrunnur, Verð á raforku til heimila og iðnaðar á Norðurlöndum 2013-2022.
8. Ansolabehere, Ban og Morse, Precinct-Level Election Data, 2014.
Heimildaskrá
Höfundur. Titill gagnasafns, ártal haft með í titlinum. Gagnasafn sett upp af Útgefanda/Stofnun. hlekkur.
Eurostat gagnagrunnur. Verð á raforku til heimila og iðnaðar á Norðurlöndum 2013-2022. Gagnasafn sett upp af Hagstofu Íslands, https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Umhverfi/Umhverfi__4_orkumal__1_orkuverdogkostnadur/IDN02303.px.
Ansolabehere, Stephen, Pamela Ban og Michael Morse. Precinct-Level Election Data, 2014. Gagnasafn sett upp af Harvard Election Data Archive. https://doi.org/10.7910/DVN/B51MPX. UNF:6:PR/uz4ma+Hs0TALYyMzr0w==.