Titlar kafla í ritstýrðum bókum

Titlar bókakafla og greina í bókum eru skráðir í skipt titilsæti. Í fyrri hluta titilsætis er titill kaflans (með beinu letri). Síðari hluti titilsætis byrjar á ‚Í‘ og þar á eftir á að skrá nafn ritstjóra og svo titil bókarinnar skáletraðan. Að loknum titli bókar er tilgreind upphafs- og lokablaðsíða kaflans/greinarinnar og skulu þær upplýsingar hafðar innan sviga.

Athugið að fyrsti stafur fornafns ritstjóra kemur á undan eftirnafni þegar skráðir eru kaflar í ritstýrðum bókum.

 

Buchanan-Barrow, E. (2005). Children’s understanding of the school. Í M. Barret og E. Buchanan-Barrow (ritstjórar), Children’s understanding of society (bls. 17–38). Psychology Press.

Hanna Ragnarsdóttir og Kristín Loftsdóttir. (2010). Námsefni og kennsluhættir í fjölmenningarlegu samfélagi. Í Hanna Ragnarsdóttir og Elsa Sigríður Jónsdóttir (ritstjórar), Fjölmenning og skólastarf (bls. 209–228). Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum og Háskólaútgáfan.