Titlar efnis í tímaritum og fjölmiðlum

Titlar greina og annars efnis í tímaritum og fjölmiðlum eru skráðir í skipt titilsæti.

Í fyrri hluta titilsætis er skráð heiti greinar (með beinu letri). Í síðari hluta titilsætis er skráð heiti tímarits og fjölmiðils ásamt upplýsingum um árgang, tölublað og blaðsíðutal eftir því sem við á.

Ef ekki er um hefðbundna grein að ræða eru viðbótarupplýsingar um gerð heimildar skráðar í hornklofa í titilsæti.

Anna Sigríður Einarsdóttir. (2009, 11 mars). Leikskólar leita allra sparnaðarleiða. Mbl.is. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/03/11/leikskolar_leita_allra_sparnadarleida/

Ari Páll Kristinsson. (2005, 16. nóvember). Íslensk tunga: Staða og form. Morgunblaðið, bls. 28.

Benton, D. (2008). Micronutrient status, cognition and behavioral problems in childhood. European Journal of Nutrition, 47, 38–50.

Dockett, S., Einarsdottir, J. og Perry, B. (2009). Researching with children: Ethical tensions. Journal of Early Childhood Research, 7(3), 283–298. https://doi.org/10.1177/1476718X09336971

Harpa Kristinsdóttir, Soffía Jónasdóttir, Sigurður Björnsson og Pétur Lúðvígsson. (2011). Beinkröm hjá barni. Læknablaðið, 97, 477–480.

Ingibjörg Gunnarsdóttir. (2012, 27. nóvember). Vetrarvítamínið [viðtal eftir vidir@365.is]. Fréttablaðið: Fólk, bls. 1.

Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2002). Í eilífri leit – virðing og fagmennska kennara. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. http:// netla.khi.is/greinar/2002/005/03/index.htm

Scatz, B. R. (2000, 17. nóvember). Learning by text or context? [ritdómur um bókina The social life of information eftir J. S. Brown og P. Duguid]. Science, 290, 1304. https://search.proquest.com/docview/743266941?accountid=28822