Titlar ritraða

Titlar ritraða eru skráðir í skipt titilsæti. Ritstjóri ritraðarinnar er skráður í titilsæti, alveg eins og ritstjóri bókar er skráður í titilsæti í ritstýrðum bókum.

Ólafur Páll Jónsson og Þóra Björg Sigurðardóttir. (2012). Lýðræði og mannréttindi: Grunnþáttur í menntun á öllumskólastigum. Í Aldís Ingvadóttir og Silvía Gunnarsdóttir (ritstjórar ritraðar), Ritröð um grunnþætti menntunar Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Námsgagnastofnun.

Stundum eru titlar ritraða númeraðir og er bindisnúmerið þá tilgreint strax á eftir titli bókarinnar, með tvípunkti á milli titils og númers.

Guðmundur Finnbogason. (1994). Lýðmenntun: Hugleiðingar og tillögur (2. útgáfa). Í Loftur Guttormsson (ritstjóri ritraðar), Heimildarrit í íslenskri uppeldis- og skólasögu: 1. bindi. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.

Ekki er alltaf ljóst hvort um ritröð er að ræða eða ekki. Því er efni úr ritröðum stundum ekki skráð sem slíkt.