Viðbótarupplýsingar í höfundarsæti

Stundum getur verið nauðsynlegt að veita nánari upplýsingar í heimildaskrá um hlutverk þess sem kemur í stað höfundar, tegund verks, útgáfu eða þýðanda. Þessar upplýsingar eru kallaðar viðbótarupplýsingar.

Ef annar en höfundur er skráður í höfundarsætið skal tilgreina hlutverk hans í sviga. Langoftast er um ritstjóra að ræða (ritstjóri). Einnig getur verið að skrifa þurfi (annaðist útgáfu), (safnaði saman), eða (verkstjóri) eða eitthvað svipað innan sviga séu slíkar upplýsingar gefnar á titilsíðu bókarinnar eða verksins sem um ræðir.

Guðrún Magnúsdóttir (ritstjóri). (1980). Krákur í Evrópu. Skjaldborg.

Magnús Friðbertsson (annaðist útgáfu). (1956). Konur í Evrópusögunni. Norðanútgáfan.