Nöfn höfunda

Fyrir kemur að nafn höfundar er ekki skráð á sama hátt í öllum hans verkum.

Samkvæmt útgáfureglum APA skal raða heimildum sama höfundar eftir útgáfuári í heimildaskrá þótt nafn hans sé ekki skráð á sama hátt.

Dæmi um skráningu

Þegar vísað er í efni sem íslenskir höfundar skrifa með erlendum höfundum og/eða er gefið út erlendis þarf að meta hvort nafnið verði skráð samkvæmt íslenskri hefð, erlendri hefð eða eins og það er skráð í viðkomandi heimild.

Nafn Jóhönnu Einarsdóttur getur verið skráð á nokkra mismunandi vegu:

Jóhanna Einarsdóttir, J. Einarsdóttir, Einarsdóttir, J., Einarsdottir J.

Réttast er, samkvæmt APA staðli, að raða öllum verkum Jóhönnu saman á einn stað í heimildaskrá, elsta verk fyrst. Hér er mælt með því að í íslenskum ritsmíðum séu nöfn íslenskra höfunda skráð samkvæmt íslenskri hefð og raðist því í heimildaskrá, í stafrófsröð eftir fornafni höfundar, elsta verk fyrst.

 

Dæmi:

Jóhanna Einarsdóttir. (2007). Research with children: Methodological and ethical challenges. European early childhood education research journal, 15(2), 197–211.

Jóhanna Einarsdóttir. (2008). Þátttaka barna. Í Jóhanna Einarsdóttir og Bryndís Garðarsdóttir (ritstjórar), Sjónarmið barna og lýðræði í leikskólastarfi (bls. 115–130). Háskólaútgáfan: Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna.

Jóhanna Einarsdóttir, Dockett, S. og Perry, B. (2009). Making meaning: Children’s perspectives expressed through drawings. Early Child Development and Care, 179(2), 217-232.

Við mælum með því að nöfn íslenskra höfunda séu skráð samkvæmt íslenskri hefð þótt þau ráði ekki stafrófsröð.

 

Dæmi:

Dockett, S., Jóhanna Einarsdóttir og Perry, B. (2009). Researching with children: Ethical tensions. Journal of Early Childhood Research, 7(3), 283–298.

Sumir kjósa að skrá nafn höfundar eins og það er skráð í hverri heimild eða samkvæmt erlendri hefð ef verkið er gefið út erlendis. Hér þarf höfundur að gæta samræmis og velja sömu leið í sama verki.

Ef ljóst er að Foorman, B. R. og Foorman, B. er einn og sami höfundur er það aldur verkanna sem ræður því að eldra verkið er skráð í heimildaskrá á undan.

 

Dæmi:

Foorman, B. R. (1995). Research on the great debate: Code-oriented versus whole language approaches to reading. School Psychology Review, 24, 376–393.

Foorman, B. (2007). Primary prevention in classroom reading instruction. Teaching Exceptional Children, 39(5), 24–30.

 

Margir mæla með því að íslenska höfunda sem bera erlend nöfn en starfa og gefa út á Íslandi skuli skrá samkvæmt íslenskri hefð og raðað í stafrófsröð eftir fornafni.

Nemendur eru hvattir til að leita álits hjá kennara og höfundar hjá ritstjóra eða útgefenda.

Misjafnt er eftir miðli hvern skuli skrá sem höfund. Hér að neðan má sjá hvaða höfund skal skrá eftir tegund miðils.

Tegund miðils

Höfundur

Kvikmynd

Leikstjóri

Sjónvarpsþáttur

Aðalframleiðandi (e. executive producer)

Þáttur í sjónvarpsþáttaröð

Handritshöfundur og leikstjóri þáttar

Hlaðvarp

Umsjónarmaður eða aðalframleiðandi

Þáttur í hlaðvarpi

Umsjónarmaður þáttur

Fjarnámskeið (e. webinar)

Kennari

Klassísk tónlist – albúm eða lag

Tónskáld

Nútímatónlist – albúm eða lag

Recording artist

Listaverk

Listamaður

Myndband streymt á neti

Einstaklingur eða hópur sem setur myndband á netið

Ljósmynd

Ljósmyndari