Fjöldi höfunda

Ef um er að ræða einn höfund eða tvo á að skrá nöfn að fullu í heimildaskrá.

Dæmi um skráningu

Jón Torfi Jónasson. (2006). Frá gæslu til skóla: Um þróun leikskóla á Íslandi. Rannsóknarstofa um menntakerfi, Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Tudge, J. (2008). The everyday lives of young children: Culture, class, and child rearing in diverse societies. Cambridge University Press.

Ef höfundar eru tveir eða fleiri skal telja þá upp í þeirri röð sem gert er í viðkomandi verki með „og“ á milli nafnanna. Ekki skal nota &-merkið.

Athugið að ekki má breyta röð höfunda eins og hún birtist í verkinu sjálfu því oft segir röðin til um vinnu höfunda við verkið.

 

Durrenberger, E. P. og Erem, S. (2010). Anthropology unbound: A field guide to the 21st century (2. útgáfa). Paradigm.

Trausti Valsson og Albert Jónsson. (1995). Við aldahvörf: Staða Íslands í breyttum heimi. Fjölvi.

Ef höfundar eru allt að tuttugu á að telja þá upp í þeirri röð sem gert er í viðkomandi verki með kommu á milli nafnanna en „og“ á undan nafni síðasta höfundar.

Harpa Kristinsdóttir, Soffía Jónasdóttir, Sigurður Björnsson og Pétur Lúðvígsson. (2011). Beinkröm hjá barni. Læknablaðið, 97, 477–480.

Sander, M. R., Downer, J. L., Quist, A. L., Platmann, L., Lucas, C. L., Cline, J. K. og Campbell, D. R. (2004). Doing research in the university library. Corbin Press.

Ef höfundar eru fleiri en 20 skal setja nöfn fyrstu 19 höfunda í heimildaskrá með … á eftir og svo er skráð nafn síðasta höfundar.

Kalnay, E., Kanamitsu, M., Kistler, R., Collins, W., Deaven, D., Gandin, L., Iredell, M., Saha, S., White, G., Woollen, J., Zhu, Y., Chelliah, M., Ebisuzaki, W., Higgins, W., Janowiak, J., Mo, K. C., Ropelewski, C., Wang, J., Leetmaa, A., . . . Joseph, D. (1996). The NCEP/NCAR 40-year reanalysis project. Bulletin of the American Meteorological Society, 77(3), 437–471. https://doi.org/10.1175/15200477(1996)077%3C0437:TNYRP%3E2.0.CO;2