Engin dagsetning / í prentun
Ef ekki kemur fram hvenær heimild var gefin út er notuð skammstöfunin (e.d.) engin dagsetning. Ef verkið er í prentun er skráð (í prentun) innan sviga í tímasætið.
Guðrún Hermannsdóttir. (í prentun). Daglegt líf kennarans. Mál og menning.
Reiknistofa bankanna. (e.d.). Starfsmannamál: Jafnréttisáætlun. http://www.rb.is/control/index?pid=203
Refshauge, A. D., Stigsdotter, U. K. og Cosbo, N. G. (í prentun). Adult’s motivation for bringing their children to park playgrounds. Urban Forestry and Urban Greening. https://doi.org/10.1016/j.ufug.2012.06.002
Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir og Sigrún Tómasdóttir. (í prentun). Daglegt líf ungra barna [Ritdómur um bókina The Everyday lives of young children: Culture, class and child rearing in diverse societies eftir J. Tudge]. Uppeldi og menntun, 21(2), 197–199.
Sjá einnig það sem segir um fleiri en eitt verk sama höfundar sem er án dagsetningar eða í prentun.