Lokaorð

Lokaorð reka endahnút á ritgerðina.

Í lokaorðum dregur höfundur saman helstu niðurstöður ritgerðarinnar, bendir á mikilvægi þeirra og svarar rannsóknarspurningunni á skýran og skilmerkilegan hátt. 
 

Engar nýjar hugmyndir eða röksemdafærslur eiga að koma fram í lokaorðum, allt slíkt þarf að koma fram í meginmálinu. 

Í lokaorðum getur höfundur bent á hvað rannsaka þurfi betur eða hver séu næstu skref í framhaldi af eigin rannsókn.

 

 

 

Dæmi

 • Markmið rannsóknarinnar var að...
 • Í greininni hafa verið færð rök fyrir því að...
 • Tilgangur rannsóknarinnar var að ákvarða...
 • Rannsóknin var hönnuð með það í huga...

 • Í rannsókninni var sýnt fram á...
 • Þessar niðurstöður staðfesta...
 • X hafði ekki marktæk áhrif á...
 • Augljósasta niðurstaðan var sú að...

 • Þessar niðurstöður eru áhugaverðar fyrir...
 • Rannsóknin stuðlar að auknum skilningi á...
 • Þessi rannsókn er fyrsta kerfisbundna rannsóknin á...
 • Sú aðferð sem hér var beitt gæti nýst...
 • Rannsóknin leggur grunninn að frekari athugunum á...

 • Frekari rannsókna er þörf til að meta langtímaáhrif...
 • Framhaldsrannsókn á X gæti sýnt betur fram á...
 • Til að sýna fram á Y þyrfti að endurtaka rannsóknina...
 • Frekari rannsóknir á viðfangsefninu gætu varpað ljósi á...

 • Hagnýt niðurstaðnanna gæti þannig falist í...
 • Niðurstöðurnar benda til þess að mikilvægt sé að ráðast í breytingar...
 • Að auki er nauðsynlegt að tryggja aðgengi að...
 • Niðurstöður rannsóknarinnar hafa því margvíslegar afleiðingar fyrir...
 • Þessar niðurstöður mætti nýta til að þróa úrræði...