Aðferðafræði

Lýsing aðferða í ritgerð eða rannsóknargrein snýst um að lýsa því hvernig höfundar framkvæmdu rannsókn sína. Lýsing á rannsóknaraðferð á að vera nægilega skýr og nákvæm til þess að annar rannsakandi geti endurtekið rannsóknina og staðfest niðurstöðurnar.

Ef aðferðirnar eru nýjar, óvenjulegar eða jafnvel umdeildar, eða ef væntanlegir lesendur eru af ólíkum fræðasviðum, þarf aðferðafræðihlutinn að vera mun ítarlegri, skýra framkvæmd betur og rökstyðja.  Lýsing á framkvæmd rannsóknar á að vera í þátíð.  Rökstuðningur fyrir tilteknum atriðum í framkvæmd getur verið í nútíð.

Í aðferðafræðikafla á ekki að fjalla almennt um aðferðir í rannsóknum, t.d. kosti og galla eigindlegra og megindlegra rannsókna, heldur einungis um þá aðferð sem valin var og rökstyðja hvers vegna hún var valin en ekki einhver önnur. 

Sumar rannsóknir eru beinlínis gerðar til að láta reyna á mismunandi aðferðir. Í þeim tilvikum, og ef höfundur telur ástæðu til að fjalla um aðrar aðferðir en þær sem valdar voru, er heppilegra að fjalla um rannsóknaraðferðir almennt, kosti þeirra og galla, í yfirliti um heimildir eða kenningar.  

 

Dæmi

  • X er ein algengasta aðferðin til að ákvarða...
  • Notkun X á sér langa hefð innan Y.
  • X og Y eru nú algengustu aðferðirnar til að rannsaka...
  • X hefur verið notað áður til að kanna Y.

  • Helsti kostur X er að…
  • Þessi aðferð er sérstaklega gagnleg við að rannsaka...
  • Kostir X eru að þeir eru einfaldir í framkvæmd.
  • Helsti ókosturinn við aðferðina er að hún tekur langan tíma…
  • Aðferðin X var ekki valin þar sem hún er dýr í framkvæmd...
  • Hins vegar eru ákveðnir gallar við notkun á…

  • Meginskilyrði fyrir þátttöku í rannsókninni voru…
  • Fimm einstaklingar voru útilokaðir frá rannsókninni vegna þess að þeir svöruðu ekki öllum spurningunum…
  • Tveir þátttakendur hættu þátttöku í rannsókninni...
  • Samanburðarhópur 12 karla án sögu um X var valinn…
  • Fjörutíu og sjö nemendur sem stunda nám í X voru fengnir til að taka þátt í rannsókninni.
  • Í upprunalega hópnum voru 117 nemendur, þar af 66 konur og 51 karl.
     

 

  • Til að útiloka skekkju sá annar einstaklingur um mælingar...
  • Ferlið var endurtekið nokkrum sinnum til að tryggja X...
  • Til að láta hverjum viðmælanda líða eins vel og hægt er…
  • Allir þátttakendur fengu lýsingu á rannsókninni…
  • Gögnin voru stöðluð með því að nota...
  • Samþykki var fengið frá vísindasiðanefnd…
  • Þátttakendum var þakkað fyrir þátttökuna…
  • Lausnirnar voru kóðaðar af samstarfsmanni til að draga úr hugsanlegri hlutdrægni tilraunamanna.

  • Allar spurningar voru settar upp á fimm arma Likert kvarða...
  • Stuttur spurningalisti var hannaður til að meta...
  • Þátttakendur áttu að meta hversu sammála eða ósammála þeir væru hverri fullyrðingu...
  • Fyrstu spurningunni var ætlað að meta...

(Dæmi væntanleg)