Niðurstöður

Niðurstöður eru yfirleitt síðasti kafli í meginmálinu. Hér greinir höfundur skýrt og skilmerkilega frá niðurstöðum rannsóknarinnar. 

Niðurstöðurnar eru rökstuddar með:
- vísan í töflur og myndir
- beinar tilvitnanir í þátttakendur í rannsókn

Höfundur þarf að gæta þess að útskýra mikilvægi gagnanna fyrir lesandanum og setja þau í samhengi við þær kenningar sem settar voru fram fyrr í ritgerðinni.  

Stundum er niðurstöðum skipt í tvo kafla: 
- einn fyrir framsetningu á niðurstöðunum (í töflum og gröfum) 
- annan fyrir túlkun og fræðilega umræðu.
Sé sú leið farin lætur höfundur sér nægja að segja frá niðurstöðunum með hlutlægum hætti í þessum kafla og geymir frekari umræðu um niðurstöðurnar þar til í síðari kafla sem helgaður er túlkun og umræðu um niðurstöðurnar. 

 

Dæmi

 • Línulegri aðhvarfsgreiningu var beitt til að kanna samband svarbreytu og skýribreytu hennar...

 • Tafla 1 sýnir yfirlit um … / meðaltal á frammistöðu þriggja hópa … 
 • Í töflu 1 eru borin saman meðaltöl í þremur tilraunum …  
 • Mynd 1 sýnir tengsl milli aldurs og viðbragðshraða í aðstæðum X  
 • Einföld tölfræðigreining var notuð til að …  
 • T-próf voru notuð til að greina tengsl á milli … 
 • Beitt var aðhvarfsgreiningu til að segja fyrir um ...  

 • Jákvæð fylgni fannst milli X og Y 
 • Að meðaltali voru X...
 • Marktækur munur á milli X og Y...

 • Enginn marktækur munur var á frammistöðu barnanna fyrir og eftir íhlutun...  
 • Engin aukning á X mældist...
 • Sá munur var ekki marktækur...

 • Í töflu 1 kemur í ljós að óvenju margir…  
 • Á mynd 1 er áhugavert að sjá hvað orðaforði vex hratt á aldrinum X til Y …   
 • Samband X og Y er áhugavert vegna þess að það sýnir …  
 • Þegar X frumur voru örvaðar með Y komu fram breytingar á fjölda Z ...

 • Dæmi væntanleg

 • Þátttakendur lýstu almennum áhyggjum af...
 • Ólík sjónarmið komu fram...
 • Þátttakendur voru ekki á einu máli um...
 • Þetta þema kom meðal annars upp í tengslum við...
 • Þema sem kom ítrekað upp í viðtölunum var...

 • Ef við snúum okkur nú að … 
 • Samanburður á þessum tveimur prófunum sýnir að … 

 • Þessar niðurstöður benda til...
 • Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna...
 • Þegar á heildina er litið benda þessar niðurstöður til þess að tengsl séu á milli...