Óútgefnar heimildir
Óútgefnar og óformlega útgefnar heimildir geta verið margskonar.
Grundvallaratriði er að í skráningu slíkra heimilda komi fram allir grunnliðir í skáningu heimilda sem Chicago-staðallinn gerir kröfu um, ásamt viðbótarupplýsingum sem útskýra um hvers konar heimild er að ræða.
Það á að reyna að fylgja grunnsniðum en ef það er ekki hægt er notað það snið sem á best við.
Dæmi
Löng tilvísun
Höfundur, „Titill handrits“ (óútgefið handrit, dagsetning), skráarform, blaðsíðutal.
Stutt tilvísun
Höfundur, „Titill handrits,“ blaðsíðutal.
Heimildaskrá
Höfundur. „Titill handrits.“ Óútgefið handrit, dagsetning. Skráarform
Dæmi
Langar tilvísanir
1. Nora Bradburn, „Watch Crystals and the Mohs Scale,“ (óútgefið handrit, 3. desember 2008), LaTeX and Excel files.
2. Cory Cotter, „The Weakest Link: The Argument for On-Wrist Band Welding,“ (óútgefið handrit, síðast uppfært 3. desember 2008), Microsoft Word-skrá, 13–15.
Stuttar tilvísanir
6. Bradburn, „Watch Crystals and the,“ 4.
7. Cotter, „The Weakest Link,“ 34.
Heimildaskrá
Nora Bradburn. „Watch Crystals and the Mohs Scale.“ Óútgefið handrit, 3. desember 2008, LaTeX and Excel files.
Cory Cotter. „The Weakest Link: The Argument for On-Wrist Band Welding.“ Óútgefið handrit, síðast uppfært 3. desember, 2008. Microsoft Word-skrá.
Undir efni úr skjalasöfnum falla skjöl, bréf, myndir, póstkort og annars konar efni sem ekki hefur verið gefið út en er aðgengilegt á stofnunum.
Skjöl, bréf, myndir, póstkort og þess háttar sem sent hefur verið beint til höfundar eða höfundi hefur verið gefið og er lesanda ekki aðgengilegt telst sem munnleg heimild, ekki efni úr skjalasafni.
Þegar efni úr skjalasöfnum er sett í stutta tilvísun þá á að taka stuttu tilvísunina fram í löngu tilvísuninni, sjá dæmi hér fyrir neðan.
Dæmi
Löng tilvísun
Titill efnis eða lýsing á efninu, eins nákvæm dagsetning og hægt er dagur. mánuður ár, auðkenni, nafn safns, nafn stofnunar, staðsetning stofnunar, URL ef við á, (hér eftir stutt tilvísun).
1. Vélritað handrit smásögunnar Brothers and Sisters eftir Budge Wilson, 2000, MS-2-650.2013-070, kassi 3, mappa 9, skjalavistun Budge Wilson, Dalhousie University Archives, Halifax, Nova Scotia, Kanada (hér eftir Vélritað handrit, skjalavistun Budge Wilson).
2. Umsókn Helga Guðmundssonar um styrk til Vísindasjóðs, 1966, S-ÞÍ-0915-2018-002-A-AD-0045-38, ÞÍ. Rannsóknamiðstöð Íslands 2018 AD/45-38, Þjóðskjalasafn Íslands, Reykjavík (hér eftir Umsókn Helga Guðmundssonar, Rannsóknamiðstöð Íslands).
Stutt tilvísun
Eins og kemur fram aftast í langri tilvísun.
3. Vélritað handrit, skjalavistun Budge Wilson.
4. Umsókn Helga Guðmundssonar, Rannsóknamiðstöð Íslands.
Heimildaskrá
Sé notað fleira en eitt atriði úr sama skjalasafni á að setja allt skjalasafnið í heimildaskrá.
Dæmi
Höfundur. Nafn safns. Nafn stofnunar. Staðstening stofnunar.
Wilson, Budge. Skjalavistun Budge Wilson. Dalhousie University Archives, Halifax, Nova Scotia.
Helgi Guðmundsson. ÞÍ. Rannsóknamiðstöð Íslands 2018 AD/45-38. Þjóðskjalasafn Íslands, Reykjavík.
Sé aðeins eitt atriði úr skjalasafni notað á það atriði að koma nákvæmt fram í heimildaskrá.
Dæmi
Höfundur. Titill efnis eða lýsing á efninu, eins nákvæm dagsetning og hægt er dagur. mánuður ár, heiti safns. Heiti stofnunar, staðsetning stofnunar. URL ef við á
Wilson, Budge. Vélritað handrit smásögunnar Brothers and Sisters, 2000, skjalavistun Budge Wilson. Dalhousie University Archives, Halifax, Nova Scotia.
Helgi Guðmundsson. Umsókn Helga Guðmundssonar um styrk til Vísindasjóðs, 1966, ÞÍ. Rannsóknamiðstöð Íslands 2018 AD/45-38. Þjóðskjalasafn Íslands, Reykjavík.
Löng tilvísun
Höfundur, „Titill“ (fyrirlestur, skóli/stofnun, staður, dagsetning).
Stutt tilvísun
Höfundur, „Titill.“
Heimildaskrá
Höfundur. „Titill.“ Fyrirlestur fluttur á X, dagsetning.
Dæmi
Langar tilvísanir
1. Linda A. Teplin, Gary M. McClelland, Karen M. Abram og Jason J. Washburn, „Early Violent Death in Delinquent Youth: A Prospective Longitudinal Study“ (fyrirlestur, Annual Meeting of the American Psychology-Law Society, La Jolla, CA, mars 2005).
2. Stacy D’Erasmo, „The Craft and Career of Writing“ (fyrirlestur, Northwestern University, Evanston, IL, 26. apríl 2000).
3. Rachel Adelman, „ ‘Such Stuff as Dreams Are Made On’: God’s Footstool in the Aramaic Targumim and Midrashic Tradition“ (Kynning á ritgerð á árlegum fundi Society of Biblical Literature, New Orleans, Louisiana, 21.–24. nóvember 2009).
Stuttar tilvísanir
13. D’Erasmo, “The Craft and Career of Writing.”
14. Teplin, McClelland, Abram og Washburn, „Early Violent Death.“
15. Adelman, „ ‘Such Stuff as Dreams Are Made On’.“
Heimildaskrá
Adelman, Rachel. „ ‘Such Stuff as Dreams Are Made On’: God’s Footstool in the Aramaic Targumim and Midrashic Tradition.“ Kynning á ritgerð á árlegum fundi Society of Biblical Literature, New Orleans, Louisiana, 21.–24. nóvember 2009.
D’Erasmo, Stacy. „The Craft and Career of Writing.“ Fyrirlestur fluttur í Northwestern University, Evanston, IL, 26. apríl 2000.
Teplin, Linda A., Gary M. McClelland, Karen M. Abram, and Jason J. Washburn. „Early Violent Death in Delinquent Youth: A Prospective Longitudinal Study.“ Fyrirlestur fluttur á The Annual Meeting of the American Psychology-Law Society, La Jolla, CA, mars 2005.