Aðalnámskrár, sem gefnar eru út af mennta- og menningarmálaráðuneytinu hafa reglugerðargildi.
Tvær leiðir eru farnar við að skrá aðalnámskrá í heimildaskrá.
Annars vegar má skrá aðalnámskrá með svipuðum hætti og reglugerð (Snið A). Hins vegar er að skrá aðalnámskrá eins og skýrslu með stofnun í höfundarsæti (Snið B).
Gæta þarf samræmis innan sömu ritsmíðar.
Drög að lögum, reglugerðum eða námskrám, sem lögð eru fram til kynningar eða umsagnar á neti, hafa enga stjórnskipunarlega þýðingu. Drögin eru skráð með sama hætti og skýrslur.
Titlar og merkingar á efni eins og þessu geta verið ófullnægjandi. Þá getur reynst gott að bæta við viðbótarupplýsingum um tegund heimildar innan hornklofa á eftir titli.
Titill / setningarár.
Snið A - Heimildaskrá
Aðalnámskrá grunnskóla 2011: Almennur hluti /2011.
Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti 2011: Greinasvið 2013 /2013
Aðalnámskrá leikskóla 2011 /2011.
Snið A - Tilvísanir
(Aðalnámskrá grunnskóla, 2011) eða Aðalnámskrá grunnskóla (2011)
(Aðalnámskrá grunnskóla, 2013) eða Aðalnámskrá grunnskóla (2013)
(Aðalnámskrá leikskóla, 2011) eða Aðalnámskrá leikskóla (2011)
Athugið: Núgildandi aðalnámskrá grunnskóla er til í tveimur útgáfum. Almennur hluti tók gildi 2011, en var gefinn út aftur ásamt greinasviðum sem tóku gildi 2013. Þessar útgáfur eru aðgreindar með setningarári í tilvísun ef farin er sú leið að skrá aðalnámskrá eins og reglugerð.
Vísað í prentaða útgáfu
Nafn höfundar. (ártal). Titill. Útgáfustaður: Útgefandi.
Vísað í rafræna útgáfu
Nafn höfundar. (ártal). Titill. Sótt af www.xx
Snið B - Heimildaskrá
Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2011). Aðalnámskrá leikskóla 2011. Sótt af http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/adalnamskra-leikskola/
Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2013). Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti 2011: Greinasvið 2013. Reykjavík: Höfundur.
Snið B - Tilvísanir
(mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2011) eða mennta- og menningarmálaráðuneyti (2011)
(mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2013) eða mennta- og menningarmálaráðuneyti (2013)
Dæmi:
Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2012). Aðalnámskrá grunnskóla 2012: Íslenska, íslenska sem annað
tungumál og íslenskt táknmál [drög til umsagnar]. Höfundur.
Drög - Heimildaskrá
Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2012a). Aðalnámskrá grunnskóla 2012: Íslenska, íslenska sem annað tungumál og íslenskt táknmál [drög til umsagnar]. Reykjavík: Höfundur.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2012b). Aðalnámskrá grunnskóla 2012: Lykilhæfni í grunnskóla [drög til umsagnar]. Sótt af http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/namskrardrog/
Drög - Tilvísanir
(mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2012a) eða mennta- og menningarmálaráðuneyti (2012a)
(mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2012b) eða mennta- og menningarmálaráðuneyti (2012b)