DOI-númer í vefsæti
DOI (Digital Object Identifier) er föst kennitala efnis á vefnum. DOI fylgir oft fræðilegum tímaritsgreinum og þarf því að setja með öðrum upplýsingum um greinar sem hluta af heimildaskráningu.
Ef DOI-kennitala fylgir felur það í sér að greinin er á vefnum. Því þarf ekki að gefa upp sérstaklega að um rafræna útgáfu sé að ræða. Þegar DOI fylgir þarf ekki frekari upplýsingar um hvar eða hvenær grein var sótt.
Þegar DOI-númer er skráð í vefsæti er DOI-tengillinn gefinn upp líkt og um vefslóð sé að ræða. Ekki skal skrifa DOI og númerið líkt og áður tíðkaðist.
Dockett, S., Einarsdottir, J. og Perry, B. (2009). Researching with children: Ethical tensions. Journal of Early Childhood Research, 7(3), 283–298. https://doi.org/10.1177/1476718X09336971