Heimildir úr stjórnsýslu

Lög og reglugerðir, sem gefin eru út af stjórnvöldum, hafa stjórnskipunarlegt gildi. Lög eru samþykkt af Alþingi en reglugerðir eru gefnar út af ráðherrum eða einstökum ráðuneytum. Ekki er til siðs að skrá útgefanda reglugerða. Aðalnámskrár, sem gefnar eru út af mennta- og menningarmálaráðuneytinu hafa reglugerðargildi og hér er lagt til að þær séu skráðar eins og reglugerð.

Athugið að hér er aðeins um tillögur að skráningu heimilda úr stjórnsýslu að ræða. Nemendur eru hvattir til að leita ráða hjá kennurum sínum.

Öll dæmin nota einn höfund. Upplýsingar um marga höfunda hérna.

Dæmi

Snið A: Þingskjöl

Þingskjal nr. xx/ártal. Titill.

Snið B: Dómar

Nafn (Lögmaður) gegn Nafni (Lögmaður). Hæstaréttardómur númer/ár.

Snið C: Alþjóðlegar samþykktir

Titill samnings hluti/ártal – Titill samnings hluti, nr. grein/ártal

 

Margar alþjóðlegar samþykktir hafa verið lögfestar á Íslandi og þá er einnig hægt að vísa í þær sem lög.

 

Tilvísanir

(alþjóðasamningur um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi IV hluti, 16. grein/1966) eða alþjóðasamningur um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi (IV hluti, 16. grein/1966)
(samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins I hluti/1989) eða samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (I hluti/1989)
(samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks 5. grein/2006) eða samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (5. grein/2006)
(Sigurður Einarsson gegn Kaupþingi hf., 2012) eða Sigurður Einarsson gegn Kaupþingi hf. (2012)
(þingskjal nr. 198/1999–2000. Tillaga til þingsályktunar) eða (þingskjal nr. 198/1999–2000)
(þingskjal nr. 21/2006–2007. Frumvarp til laga) eða (þingskjal nr. 21/2006–2007)
(þingskjal nr. 38/2009. Tillaga til þingsályktunar) eða (þingskjal nr. 38/2009)
(þingskjal nr. 381/211–2012. Nefndarálit) eða (þingskjal nr. 381/211–2012)
(þingskjal 217/2012–2013. Fyrirspurn til forseta Alþingis) eða (þingskjal 217/2012–2013)
(þingskjal nr. 253/2012–2013. Svar forseta Alþingis) eða (þingskjal nr. 253/2012–2013)

 

Heimildaskrá

Alþjóðasamningur um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi IV hluti, 16. grein/1966.

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins I hluti/1989.

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, 5. grein/2006.

Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna III kafli, 7. grein/1945.

Sigurður Einarsson (Gestur Jónsson hrl.) gegn Kaupþingi hf. (Andri Árnason hrl.). Hæstaréttardómur 671/2012.

Þingskjal nr. 198/1999–2000. Tillaga til þingsályktunar um að skipta árlegum afnotarétti nytjastofna á Íslandsmiðum milli íbúa landsins.

Þingskjal nr. 21/2006–2007. Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940, og skaðabótalögum, nr. 50 19. maí 1993, með síðari breytingum.

Þingskjal nr. 38/2009. Tillaga til þingsályktunar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Þingskjal nr. 381/2011–2012. Nefndarálit um tillögu til þingsályktunar um viðurkenningu á sjálfstæði og fullveldi Palestínu.

Þingskjal 217/2012–2013. Fyrirspurn til forseta Alþingis um skýrslubeiðnir til Ríkisendurskoðunar. Frá Ólínu Þorvarðardóttur.

Þingskjal nr. 253/2012–2013. Svar forseta Alþingis við fyrirspurn Ólínu Þorvarðardóttur um skýrslubeiðnir til Ríkisendurskoðunar.

 

Snið

Titill nr. xx/setningarár.

Ýmis lög eru einnig alþjóðlegar samþykktir og hægt að skrá á báða vegu. Sjá nánar um skráningu alþjóðlegra samþykkta í meiri upplýsingum.

 

Tilvísanir

(lög um grunnskóla nr. 49/1991) eða lög um grunnskóla (nr. 49/1991)
(lög um grunnskóla nr. 91/2008) eða lög um grunnskóla (nr. 91/2008)
(lög um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins nr. 19/2013) eða lög um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (nr. 19/2013)
(reglugerð um hávaða nr. 724/2008) eða reglugerð um hávaða (nr. 724/2008)
(samþykkt um hundahald í Reykjavík nr. 52/2002) eða samþykkt um hundahald í Reykjavík (nr. 52/2002)

 

Heimildaskrá

Lög um grunnskóla nr. 49/1991.

Lög um grunnskóla nr. 91/2008.

Lög um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins nr. 19/2013.

Reglugerð um hávaða nr. 724/2008.

Samþykkt um hundahald í Reykjavík, með síðari breytingum nr. 153/2005 og 410/2007 nr. 52/2002.

 

Tvær leiðir eru farnar við að skrá aðalnámskrá í heimildaskrá.

  • Annars vegar má skrá aðalnámskrá með svipuðum hætti og reglugerð (Snið A).
  • Hin leiðin er að skrá aðalnámskrá eins og skýrslu með stofnun í höfundarsæti (Snið B).

Gæta þarf samræmis innan sömu ritsmíðar.

Nemendur eru hvattir til að leita álits hjá kennara og höfundar hjá ritstjóra eða útgefanda.

Snið A

Titill /setningarár.

Tilvísanir

(Aðalnámskrá grunnskóla, 2011) eða Aðalnámskrá grunnskóla (2011)
(Aðalnámskrá grunnskóla, 2013) eða Aðalnámskrá grunnskóla (2013)
(Aðalnámskrá leikskóla, 2011) eða Aðalnámskrá leikskóla (2011)

 

Heimildaskrá

Aðalnámskrá grunnskóla 2011: Almennur hluti /2011.

Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti 2011: Greinasvið 2013 /2013.

Aðalnámskrá leikskóla 2011 /2011.

 

Athugið: Núgildandi aðalnámskrá grunnskóla er til í tveimur útgáfum. Almennur hluti tók gildi 2011, en var gefinn út aftur ásamt greinasviðum sem tóku gildi 2013. Þessar útgáfur eru aðgreindar með setningarári í tilvísun ef farin er sú leið að skrá aðalnámskrá eins og reglugerð.

 

Snið B

Vísað í prentaða útgáfu

Nafn höfundar. (ártal). Titill. Útgefandi.

Vísað í rafræna útgáfu

Nafn höfundar. (ártal). Titill. www.xx

 

Tilvísanir

(mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2011) eða mennta- og menningarmálaráðuneyti (2011)
(mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2013) eða mennta- og menningarmálaráðuneyti (2013)

 

Heimildaskrá

Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2011). Aðalnámskrá leikskóla 2011. http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/adalnamskra-leikskola/

Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2013). Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti 2011: Greinasvið 2013. Höfundur.

 

Drög að lögum, reglugerðum og námskrár

Drög að lögum, reglugerðum og aðalnámskrám hafa ekki stjórnskipulega þýðingu og eru skráð eins og skýrslur.

 

Tilvísanir

(mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2012a) eða mennta- og menningarmálaráðuneyti (2012a)
(mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2012b) eða mennta- og menningarmálaráðuneyti (2012b)

 

Heimildaskrá

Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2012a). Aðalnámskrá grunnskóla 2012: Íslenska, íslenska sem annað tungumál og íslenskt táknmál [drög til umsagnar]. Höfundur.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2012b). Aðalnámskrá grunnskóla 2012: Lykilhæfni í grunnskóla [drög til umsagnar]. http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/namskrardrog/