Tilvísanir og lesmál - Chicago
Hlutverk tilvísana er að vísa lesanda til heimildar þar sem hún er skráð í heimildaskrá.
Samkvæmt neðanmálsgreinakerfi Chicago eru tilvísanir skráðar í neðanmáls- eða aftanmálsgreinum. Í meginmáli vísa ofanletruð (e. superscript) númer lesanda á þá tilvísun sem við á hverju sinni.
Tilvísanir eru ýmist skráðar í:
- neðanmálsgreinum, sem eru neðst á hverri síðu
- aftanmálsgreinum sem eru þá aftast í hverri grein
- bókarkafla eða bók
Efsta lína tilvísunar er inndregin.
Efni undir Tilvísanir og lesmál - Chicago