Ritver Háskóla Íslands býður nemendum á fyrsta og öðru ári að taka þátt í rýnihópaviðtali um reynslu sína af móttöku og upphafi náms við Háskóla Íslands. Viðtölin eru hluti af alþjóðlegu Erasmus+ verkefni með þátttakendum frá Íslandi, Noregi og Litháen sem ber heitið Welcome! Student starter kit. Markmið verkefnisins er að útbúa netsvæði með myndskeiðum, verkefnum og leikjum til að undirbúa nemendur betur fyrir upphaf háskólanáms. 

Rýnihópaviðtölin eru fyrsta skrefið í því að virkja raddir nemenda í verkefnið. Við óskum eftir þátttöku tveggja nemenda, einum af fyrsta ári og einum af öðru ári, af hverju fræðasviði  í háskólanum. Til þess að hanna gagnleg verkfæri fyrir komandi nemendur verðum við að heyra hvað þú hefur að segja. Vinsamlegast sendu tölvupóst á ritver@hi.is til að skrá þig eða bera fram spurningar. Við reiknum með að viðtölin taki ekki meira en eina klukkustund. Vegna Covid munu þau fara fram með rafrænum hætti. 

Með bestu kveðju, 

Randi W. Stebbins, Forstöðumaður Ritvers Háskóla Íslands

Emma Björg Eyjólfsdóttir, Verkefnastjóri Ritvers Háskóla Íslands

Sigurbjörg Long, Fagstjóri upplýsingaþjónustu og miðlunar 

Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Kennslufræðingur háskólakennslu