Header Paragraph

Ritunaraðstoð fyrir nemendur með erlent móðurmál

Mynd
Tvær konur hrofa á skjá.

Hjá Ritveri Háskóla Íslands er að fara af stað stuðningshópur fyrir nemendur sem skrifa á íslensku en hafa erlent móðurmál. Í hópnum geta nemendur kynnst öðrum nemendum í sömu sporum, fengið aðstoð við verkefni sem þeir eru að vinna að eftir þörfum og ræði almennt um atriði sem tengjast fræðilegum skrifum á íslensku.

 

Hópurinn mun hittast annan hvern miðvikudag klukkan 10:00-12:00 og fyrsti fundur verður miðvikudaginn 27. janúar. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu fara fundirnir fram á Teams.