Vakin er athygli á þjónustu Ritvers Háskóla Íslands við nemendur með erlent móðurmál.
Í Ritveri starfa jafningaráðgjafar sem aðstoða nemendur með skrif verkefna, til dæmis uppbyggingu, flæði, algengar málfarsvillur og annað slíkt. Aðstoðin er í boði bæði fyrir lokaritgerðir og námskeiðsritgerðir á öllum námsstigum.
Það verður opið í Ritverinu fram að jólum og á milli jóla og nýárs. Hægt er að bóka tíma á heimasíðu Ritversins https://ritver.hi.is/is (athugið að velja „Bóka tíma í Þjóðarbókhlöðu“ og „Aðstoð við verkefni á íslensku“).
Vegna Covid-19 fara öll viðtöl fram á Teams.
Við viljum jafnframt kanna áhuga ykkar á stuðningshópi við skrif. Hugmyndin er að nemendur komi með verkefni sem þeir eru að vinna að, fái aðstoð ef á þarf að halda og hitti aðra nemendur í sömu sporum. Ef þið hafið áhuga á slíku mættuð þið gjarna hafa samband á ritver(at)hi.is og láta okkur vita um leið hvaða tímasetningar gætu hentað ykkur.