Ritver Háskóla Íslands býður meistaranemum af öllum fræðasviðum að taka þátt í ritstundum á laugardögum í vor. 

Ritstundirnar fara þannig fram að meistaranemar vinna að eigin ritsmíð í 45 mínútna lotum með hléi á milli. 

Jafningjaráðgjafi á vegum Ritvers verður á staðnum, stýrir umræðum og svarar spurningum. 

Ritstundir fara fram á Teams klukkan 10:00-14:00 alla laugardaga.

Click here to join the meeting