Sniðmát - önnur atriði

Þótt stílar séu fyrirferðarmestir í sniðmátum eru fleiri atriði sem skipta máli eins og til dæmis blaðsíðutal og síðuskil (e. page break).

 

Dæmi

Best er að setja síðuskil í lok hvers kafla. Þar með er tryggt að nýr kafli byrjar alltaf á nýrri blaðsíðu þótt ritgerðin breytist. Þetta er gert með því að fara í

Layout > Breaks > Page

 

Nýr kafli

Ef nýr kafli á að byrja á nýrri síðu þarf að velja Odd page.

 

Mynd um valmöguleika á Page Breaks í Word.

 

Ef nýr kafli á að byrja á nýrri síðu þarf að velja Odd page.

 

Mynd um valmöguleika á Page Breaks í Word.

 

Síðuskil eru ósýnileg í skjalinu en ef þú vilt sjá þau eða eyða þeim þarf að velja hnappinn sem sýnir stillingar sem ekki sjást í prentun. 

Mynd sem sýnir page break í texta.
Mynd af page break merkinu í Word.

 

Síðuskil af annarri gerð eru einnig nýtt fremst í skjalinu til að ákveða hvar blaðsíðutal á að birtast því blaðsíðunúmer eiga ekki að sjást á forsíðu og titilsíðu. Þetta er yfirleitt stillt í sniðmátum en ef svo er ekki má fylgja leiðbeiningunum hér að neðan.

Á blaðsíðunni sem kemur strax á undan fyrstu númeruðu blaðsíðunni þarf að setja inn Section break: Layout > Breaks > Next Page eins og sést á myndinni hér til hliðar þar sem síðuskil voru valin.

Því næst er farið neðst á síðuna þar sem blaðsíðutal á að byrja og tvísmellt þannig að Footer birtist.

Uppi er valið Page number > Format Page Number og síðan valið hvar blaðsíðutal á að byrja að telja.

Passið að valmöguleikinn Link to previous sé ekki valinn.

 

Mynd sem sýnir hvernig maður velur byrjun blaðsíðutals

 

Mynd sme sýnir hvernig skal breyta blaðsíðutali.

 

Mynd sem sýnir Link to Previous