Starfsfólk Ritvers hefur boðið doktorsnemum upp aðstoð við fræðileg skrif í rúmlega sex ár. Nemendur sem nýta sér þjónustu Ritversins ljúka doktorsnámi hraðar og eru ánægðari með skrif sín.

Ný rannsókn sem birtist í tímaritinu Innovative Higher Education styður frásagnir nemenda um upplifun þeirra af þjónustu Ritversins. Í rannsókn Sarnecka o.fl (2022) kom í ljós að doktorsnemar sem tóku þátt í fimm vikna ritunarnámskeiði voru öruggari í fræðilegum skrifum, skrifuðu með skilvirkari hætti og tóku meiri ábyrgð á rannsóknum sínum og ritferli. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar. Hún styður frásagnir doktorsnema sem hafa nýtt þjónustu ritvera í háskólum víðsvegar um heiminn. Fræðileg skrif eru ekki móðurmál neins og stuðningur og fræðsla á borð við ritunarbúðir Ritvers sem haldnar eru tvisvar á ári, hjálpa doktorsnemum að fást við fræðileg skrif af öryggi.