Ritver Háskóla Íslands mun hafa umsjón með tveimur námskeiðum um fræðilega ritun í sumar. 

Námskeiðið Gagnrýnn lestur og ritun fyrir öfluga byrjun í háskólanámi sem er ætlað nemendum sem hefja háskólanám haustið 2021.Markmið námskeiðsins er að styrkja undirbúning nemenda í upphafi háskólanáms. Námskeiðið nýtist nemendum af öllum fræðasviðum þar sem skilningur á fræðilegri ritun skiptir sköpum fyrir allt háskólanám. Námskeiðið verður kennt í fjarnámi og það verður í boði bæði á íslensku og á ensku. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna í kennsluskrá:

https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=71058220213

Námskeiðið Text analysis and rhetoric for PhD Students er ætlað doktorsnemum. Námskeiðinu er ætlað að hjálpa nemendum að skilja algenga orðræðu og mælskufræði sem er beitt í fræðigreinum. Námskeiðið verður kennt á ensku. Nánari upplýsingar má finna í kennsluskrá:

https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=71114420213&sid=