Verkefnavaka

Á verkefnavöku HÍ geta nemendur sem eru að vinna að skriflegum verkefnum, t.d. lokaritgerð, sótt fræðslu, upplýsingar, stuðning og aðstoð.

Að Verkefnavökunni sem haldin er í Þjóðarbókhlöðunni á hverju vormisseri standa:

 • Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands
 • Bókasafn Menntavísindasviðs
 • Ritver Háskóla Íslands
 • Heilbrigðisvísindabókasafn LSH og HÍ
 • Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn

Næsta verkefnavika verður haldin að vori 2021. Nánar auglýst síðar.

Dagskrá

Upplýsingaþjónusta Lbs-Hbs

 • Aðstoð við heimildaleit og annað

Lón – fyrirlestrarsalur

 • EndNote og EndNote web

Sel – Kennslustofa

 • Shut-up-and-write skrifað í þögn í 50 mín

Örk - Fundarherbergi

 • Heimildaskráning APA og Chicago

Vík – Fundarstofa

 • Náms- og starfsráðgjöf

Ritver

 • Aðstoð við fræðileg skrif, sniðmát og frágang

 

Á milli 19:00 og 19:30 verður boðið upp á jóga og hressingu.

Minnum á að alltaf er hægt að panta viðtal við ráðgjafa.