Örnámskeið

Allir nemendur Háskóla Íslands geta sótt þau námskeið sem ritverið stendur fyrir. Námskeiðin eru ókeypis.

Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig í námskeiðin svo fólk þurfi ekki frá að hverfa vegna plássleysis.

  • Skráning fer fram á Uglu og er auglýst þegar opnað verður fyrir skráningu.

Þú getur líka bókað viðtalsfund.

Námskeið haust 2021

Þetta er kjörið námskeið fyrir þá sem eru að skrifa lokaritgerð á misserinu og stefna að skilum í vor.

Farið verður yfir hagnýt atriði sem auka líkurnar á því að vinnan framundan verði markviss og árangursrík.

Vinnustofan verður í boði bæði á staðnum og á netinu. Skráning verður opnuð síðar á Uglu.

Dagsetningar eru eftirfarandi: 

Þjóðarbókhlaða, 11. október kl 12:00-13:00

Menntavísindasvið, 27. október kl 12:00-13:00

 

Námskeiðið fjallar um grundvallaratriði í byggingu og skipulagi ritgerða.

Einkum verður hugað að:

  • þrískiptingu ritgerða
  • flæði textans
  • kaflaskiptingu
  • efnisafmörkun
  • sniði og stíl

 

Vinnustofan verður í boði bæði á staðnum og á netinu. Skráning verður opnuð síðar á Uglu.

Dagsetningar eru eftirfarandi: 

Þjóðarbókhlaða, 27. september kl 12:00-13:00

Menntavísindasvið, 11. október kl 12:00-13:00

 

Kunnátta á heimildaskráningu er nauðsynleg þeim sem skrifa fræðilegar ritgerðir.

Á þessum fræðslufundi munum við skoða Chicago-kerfið og hvernig við skráum heimildir samkvæmt reglum þess.

Vinnustofan verður í boði bæði á staðnum og á netinu. Skráning verður opnuð síðar á Uglu.

Dagsetningar eru eftirfarandi: 

Þjóðarbókhlaða, 10. nóvember kl 12:00-13:00

Menntavísindasvið, 12. nóvember kl 12:00-13:00

Kunnátta á heimildaskráningu er nauðsynleg þeim sem skrifa fræðilegar ritgerðir.

Á þessum fræðslufundi munum við skoða APA-kerfið og hvernig við skráum heimildir samkvæmt reglum þess.

Vinnustofan verður í boði bæði á staðnum og á netinu. Skráning verður opnuð síðar á Uglu.

Dagsetningar eru eftirfarandi: 

Þjóðarbókhlaða, 20. september kl 12:00-13:00

Menntavísindasvið, 29. september kl 12:00-13:00