Allir nemendur Háskóla Íslands geta sótt þau námskeið sem ritverið stendur fyrir og þau eru nemendum að kostnaðarlausu.
Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig í námskeiðin svo fólk þurfi ekki frá að hverfa vegna plássleysis.
- Skráning fer fram á Uglu og er auglýst þegar opnað verður fyrir skráningu.
Þetta er kjörið námskeið fyrir þá sem hefja vinnu við BA/BS/BEd-ritgerðir og stefna að skilum í janúar eða jafnvel næsta vor.
Farið yfir ýmis hagnýt atriði er varðar heimildaleit s.s. aðgengi að efni, leitartækni og leitir.is. Fjallað um hvernig hægt er að nýta vef Landsbókasafns – Háskólabókasafns, leiðarvísasafnið Áttavitann og helstu rafrænu gagnasöfnin við heimildaleit.
Kunnátta á heimildaskráningu er nauðsynleg þeim sem skrifa fræðilegar ritgerðir. Á þessum fræðslufundi munum við skoða APA 7 og hvernig við skráum heimildir samkvæmt reglum þess.
Kunnátta á heimildaskráningu er nauðsynleg þeim sem skrifa fræðilegar ritgerðir. Á þessum fræðslufundi munum við skoða Chicago-kerfið og hvernig við skráum heimildir samkvæmt reglum þess.
Kynning á heimildarskráningarforritinu EndNote.
Þetta námskeið kennir uppbyggingu og flæði fræðilegrar ritgerðar á íslensku.