Jafningjaráðgjafar

Daníel Daníelsson

Daníel (f. 1992) ólst upp í Stykkishólmi, á Hólum, Kirkjubæjarklaustri og Selfossi. Hann er með BA í gráðu í sagnfræði og er að ljúka við meistaranám í ritlist.

Daníel er til ýmissa lista lagt. Hann er skáld og meðhöfundur í smásagnasafninu Best Fyrir og haga ljóð birst eftir hann í Leirburði og Skírni. Ljóðabókin Ég get ekki hætt að hugsa um Rithöfundasamband Íslands (2023) vakti verðskuldaða athygli og nýjasta verk hans, Bara Edda, kom út í haust og eru ljóðaprósar sem fjalla um ferðalag manns um hús.

Einnig er Daníel meðhöfundur í fræðiritinu Þættir af sérkennilegu fólki (2021) í ritröð Sýnisbóka íslenskrar alþýðumenningar eftir að hafa verið í rannsóknarteymi öndvegisverkefnisisns Fötlun fyrir tíma fötlunar. Í kjölfarið fylgdi hann eftir myndlistarsýningu í samstarfi við Myndlistaskólann í Reykjavík með fyrirlestri um mannlýsingar í Alþingisbókum Íslands um land allt.

Daníel er búsettur í Reykjavík ásamt konu sinni og barni og sinnir ritstörfum í kjallara Skáldu bókabúðar á Vesturgötu. Hann stefnir á nám erlendis í kvikmyndaleikstjórn.

Image
Daníel Ágúst Gautason

Elín Valsdóttir

Elín er doktorsnemi í mannfræði sem rannsakar lýðræðislega ferla í tengslum við CCS (e. Carbon capture storage) verkefni á Íslandi. Hún hefur mikla reynslu af eigindlegum rannsóknaraðferðum og skrifum á félagsvísindasviði. Hún notast við Endnote og finnst fátt skemmtilegri en að aðstoða nemendur við heimildaskráningu í APA 7 og tæknileg vandamál í tengslum við texta og uppsetningu.

Image

Guðbjörg Ásta Stefánsdóttir

Guðbjörg Ásta er líffræðingur að mennt, en stundar nú nám í bókmenntafræði og ritlist. Hún er með kennsluréttindi og hefur reynslu af kennslu á framhaldsskólastigi. Hún er rithöfundur og getur aðstoðað nemendur bæði við fræðileg og skapandi skrif. Guðbjörg Ásta hefur sérstakan áhuga á skýrsluskrifum í raunvísindum en getur aðstoðað nemendur af öllum fræðasviðum við hvaðeina sem viðkemur ritun. 

 

 

Image
""

Kristín Magnúsdóttir

Kristín er með BA í heimspeki og stundar MA nám í upplýsingafræði. Hún hefur kennt í leik- og grunnskólum og er sjálfstætt starfandi prófarkalesari. Hún sérhæfir sig í uppbyggingu ritgerða, málfari og heimildaskráningu í APA kerfinu.

Image
Kristín Magnúsdóttir

Luca Arruns Panaro

Luca (he/him) is a PhD candidate is comparative literature researching the use of Old Norse literature in video games. Over a decade as a student, he has become very familiar with Chicago and other citation styles, the ins-and-outs of writing, and useful software for academia. He enjoys sharing this knowledge and helping others along their own scholarly journeys, whether they need a quick citation question answered or a lengthier discussion on style or research.

Image

Sigurjón Bergþór Daðason

Sigurjón er doktorsnemi í heimspeki sem rannsakar listheimspeki út frá nálgun fyrirbærafræðinnar. Hann hefur einnig sent frá sér skáldsögur og ljóð, svo hann hefur mikla reynslu af því að skrifa texta. Það má líka leita til hans með aðstoð við tæknileg vandamál í tengslum við texta og uppsetningu.

 

Sigurjón is a PhD student in philosophy, researching philosophy of art from a phenomenological perspective. He has also published novels and poetry, so he has a lot of writing experience. He can also help with technical problems related to texts and format.

Image

Unnur Bjarnadóttir

Unnur Bjarnadóttir er bókaútgefandi og stundakennari í japönskudeild og kóreskudeild Háskóla Íslands. Hún er með MA-gráðu í þýðingafræði frá Háskóla Íslands, í þvermenningarlegum fræðum frá Heidelberg háskóla í Þýskalandi og í asískri fornleifafræði frá University College London. Hún stundaði nám við Nagoya háskóla í Japan og Seoul National University í Suður-Kóreu og talar bæði japönsku og kóresku. Hún hefur mikla reynslu að heimildaskráningu samkvæmt Chicago kerfinu og fræðilegum skrifum á bæði íslensku og ensku.

Image
Unnur Bjarnadóttir

Zachary Melton

 

I am from the United States (Indiana) but have lived in Iceland since 2015. I received my MA (Viking and Medieval Norse Studies, 2015) and PhD (Comparative Literature, 2023) from the University of Iceland. I have worked as a freelance proofreader for seven years and have published several articles. I currently work as a postdoctoral researcher at the Árni Magnússon Institute. My areas of research include literature, history, film studies, gender, race, and travel. I know Chicago Manual of Style very well, but I am also familiar with APA, MLA, and other style guides. 

Image