Kæru nemendur og starfsfólk!
Við hjá Ritveri Háskóla Íslands bjóðum ykkur hjartanlega velkomin til starfa þetta skólaár.
Opið er fyrir bókanir í einstaklingsráðgjöf hjá ráðgjöfum ritversins. Það er hægt að mæta til okkar á aðra hæð á Landsbókasafni, eða hitta okkur á teams.
Markmið okkar í ritverinu er að aðstoða nemendur að auka færni sína í fræðilegum skrifum, en færni í ritun er undirstaða alls háskólanáms.
Þjónusta okkar er nemendum að kostnaðarlausu og við hvetjum alla nemendur til að leita til okkar sem fyrst á námsferlinum.
Á döfinni í vetur eru ritstundir, örnámskeið, kennsla í ýmsum námskeiðum og margt fleira. Nýir jafningjaráðgjafar munu taka til starfa á næstu dögum og bætast í hóp reynsluboltanna sem hafa verið með okkur undanfarin ár.
Við hlökkum til að vinna með ykkur í vetur og minnum á vefinn okkar, https://ritver.hi.is