Í dag fékk Ritver Háskóla Íslands góða gesti í heimsókn. Þar voru á ferðinni þau Maki Terauchi Ho, enskukennari við Landbúnaðarháskólann í Hokkaido í Japan og Brent Jones, deildarstjóri í deild erlendra tungumála við Konan háskóla í sama landi.
Maki og Brent eru bæði áhugasöm um að stofna ritver við sína eigin háskóla, og heimsóttu því forstöðukonu í dag til að forvitnast um starfsemina, skoða aðstöðuna og ræða mögulegt samstarf í framtíðinni.
Heimsóknin var virkilega ánægjuleg, enda umræðuefnin næg. Þar má nefna notkun gervigreindar í háskólanámi, hugmyndafræði jafningjaráðgjafar, markmið Ritversins og ritunarkennslu fyrir nemendur með erlent móðurmál.
Image
