Fyrsta kennsluspjall Ritvers og Kennslumiðstöðvar um kennslu við Háskóla Íslands mun fara fram þann 20. september kl. 15:30-16:30 í Suðurbergi í Setbergi og á Teams.

Markmið þessara kennsluspjalla er að kennarar með ólíkan bakgrunn deili reynslu sinni af störfum og kennslu við Háskóla Íslands. Spjallið mun sérstaklega gagnast starfsfólki sem hefur fjölbreyttan menntunarlegan bakgrunn og áhuga á margbreytileika í kennslu og menntun.

Fyrsta kennsluspjallið mun fjalla um hvernig ólíkur menntunarlegur bakgrunnur nýtist í kennslu auk þess sem við munum sammælast um dagskrá kennsluspjallanna fyrir þetta skólaár.

Við biðjum áhugasöm að skrá sig á Uglu og láta vita hvort þau hyggjast taka þátt í spjallinu á staðnum eða á Teams. Hópurinn mun ákveða tungumál viðburðarins í sameiningu.