Höfundar

Nöfn höfunda eru yfirleitt skráð eins og þau koma fyrir á titilsíðu eða fyrstu síðu heimildar.

Leyfilegt er að skrifa út skírnarnafn höfundar í stað þess að nota upphafsstafi þess, þótt upphafsstafir séu notaðir í heimildinni.

Ef höfundur notar fullt nafn í einni heimild en upphafsstafi í annarri ætti að skrá nafn hans með sama hætti alls staðar og helst skrifa nafn hans að fullu í stað þess að notast við skammstafanir.

Sé um íslenskan höfund að ræða skal skrá skírnarnafnið fyrst, svo eftirnafnið.

Skírnarnafnið ræður röð heimildarinnar í heimildarskrá. Sé um erlendan höfund að ræða miðast röð heimldar í heimildaskrá við eftirnafnið og því er það skráð á undan skírnarnafni.

Dæmi

Ef höfundar nota alltaf upphafsstafi sína skal skrá nöfn þeirra þannig í heimildaskrá og tilvísanir.

Dæmi

  • T. S. Eliot
  • M. F. K. Fisher
  • P. D. James
  • C. S. Lewis
  • J. D. Salinger
  • H. G. Wells.

Höfundar sem skrifa ávallt undir skírnarnafni sínu eða gælunafni ætti að skrá þannig í heimildaskrá.

Dæmi

  • Sjón
  • Káinn
  • Ágústínus
  • Madonna

Gráður og titla skal ekki skrá í heimildaskrá.

Þess vegna er til dæmis skrifað Ágústínus en ekki heilagur Ágústínus og Elísabet I en ekki Elísabet I, Englandsdrottning.

 

Dæmi

Löng tilvísun

1. Ágústínus, On Christian Doctrine, þýð. D. W. Robertson (Jr. Indianapolis: Bobbs-Merrill, 1958).

2. Elísabet I, Collected Works, ritstj. Leah S. Marcus, Janel Mueller og Mary Beth Rose (Chicago: University of Chicago Press, 2000).

 

Stutt tilvísun

5. Ágústínus, On Christian Doctrine.

6. Elísabet I, Collected Works.

 

Heimildaskrá

Ágústínus. On Christian Doctrine, þýtt af D. W. Robertson. Jr. Indianapolis: Bobbs-Merrill, 1958.

Elísabet I. Collected Works, ritstýrt af Leah S. Marcus, Janel Mueller og Mary Beth Rose. Chicago: University of Chicago Press, 2000.

Ef höfundur hefur gefið út eða fengið birt efni og notað mismunandi útgáfur af nafni sínu ættu heimildirnar að vera skráðar í samræmi við það hvernig nafn hans er skráð í hvert og eitt skipti á titilsíðum eða fyrstu síðum heimildanna.

Þetta á alltaf við nema ef eini munurinn er sá að notaðir eru upphafsstafir í stað þess að skrifa nafnið út.

Oft er gott er hafa millivísanir í heimildaskrá ef nauðsynlegt er að skrá nafn höfundar á tvo eða fleiri vegu.

 

Dæmi

Doniger, Wendy. The Bedtrick: Tales of Sex and Masquerade. Chicago: University of Chicago Press, 2000. Sjá einnig O’Flaherty, Wendy Doniger.

Þegar tveir eða fleiri höfundar (ritstjórar) deila eftirnafni er nafnið skrifað tvisvar.

 

Löng tilvísun

3. Christopher Kendris og Theodore Kendris, 501 Spanish Verbs, 6. útg. (Hauppauge, NY: Barron’s Educational Series, 2007), 88.

 

Stutt tilvísun

4. Kendris og Kendris, 501 Spanish Verbs, 191–92.

 

Heimildaskrá

Kendris, Christopher og Theodore Kendris. 501 Spanish Verbs, 6. útgáfa. Hauppauge NY: Barron’s Educational Serise, 2007.

Ef nafn höfundar kemur fram í titlinum eða undirtitlinum (t.d. í sjálfsævisögu) má tilvísun byrja á sjálfum titlinum í stað nafni höfundar.

Skráningin í heimildaskrá verður hins vegar að byrja á nafni höfundar, jafnvel þótt það komi fram í titli bókar.

Dæmi

Langar tilvísanir

5. Clapton: The Autobiography (New York: Broadway Books, 2007), 212.

6. Illumination and Night Glare: The Unfinished Autobiography of Carson McCullers, ritstj. Carlos L. Dews (Madison: University of Wisconsin Press, 1999), 44–45.

 

Stuttar tilvísanir

17. Clapton: The Autobiography, 140.

18. Illumination and Night Glare, 17.

 

Heimildaskrá

Clapton, Eric. Clapton: The Autobiography. New York: Broadway Books, 2007.

Carson McMullers. Illumination and Night Glare: The Unfinished Autobiography of Carson McCullers, ritstýrt af Carlos L. Dews. Madson: University of Wisconsin Press, 1999.