Fjöldi höfunda Chicago staðall

Nöfn íslenskra höfunda eru skráð þannig að skírnarnafn kemur fyrst, þá eftirnafn.

  • Kristján Jóhann Jónsson
  • Bergljót S. Kristjánsdóttir
  • Sveinn Yngvi Egilsson

Nöfn erlendra höfunda eru skráð með sama hætti í löngum tilvísunum, skírnarnafn fyrst og svo eftirnafn.

  • Maria Nikolajeva
  • David Lodge
  • Kimberley Reynolds

Í stuttum tilvísunum skal skrá skírnarnafn og eftirnafn íslenskra höfunda. Eingöngu skal skrá eftirnafn erlendra höfunda.

Í heimildaskrá skal skrá nöfn íslenskra höfunda þannig að fyrst kemur skírnarnafn og svo eftirnafn (t.d. Kristján Jóhann Jónsson). Sé höfundur erlendur skal skrá efnirnafn á undan skírnarnafni (t.d. Nikolajeva, Maria).

Dæmi

Fullt nafn höfundar skráð.

 

Langar tilvísanir

1. David Shields, The Thing about Life Is That One Day You’ll Be Dead (New York: Alfred A. Knopf, 2008).

2. Ingvar Gíslason, Litróf kennsluaðferðanna: Handbók fyrir kennara og kennaranema (Reykjavík: Æskan, 1999).

3. Gyrðir Elíasson, Gula húsið (Reykjavík: Mál og menning / Vaka-Helgafell, 2000), 46.

 

Stuttar tilvísanir

14. Shields, The Thing about Life, 43.

15. Ingvar Gíslason, Litróf kennsluaðferðanna.

16. Gyrðir Elíasson, Gula húsið, 17.

 

Heimildaskrá

Gyrðir Elíasson, Gula húsið. Reykjavík: Mál og menning / Vaka-Helgafell, 2000.

Kristján Jóhann Jónsson. Patt. Reykjavík: Lesmál, 1993.

Shields, David. The Thing about Life Is That One Day You’ll Be Dead. New York: Alfred A. Knopf, 2008.

Sé verk eftir tvo eða þrjá höfunda (ritstjóra) eru þeir skráðir í sömu röð og nöfn þeirra eru skráð á titilsíðu.

Í heimildaskrá er aðeins nafn fyrsta höfundar skráð með eftirnafn á undan fornafni þegar um erlendar heimildir er að ræða. Notið samtenginguna og en ekki &.

Dæmi

Langar tilvísanir

4. Brynhildur Þórarinsdóttir og Dagný Kristjánsdóttir, ritstj., Í Guðrúnarhúsi: Greinasafn um bækur Guðrúnar Helgadóttur (Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands / Vaka-Helgafell, 2005), 23–26.

5. Sue-Ellen Jacobs, Wesley Thomas og Sabine Lang, ritstj., Two-Spirit People: Native American Gender Identity, Sexuality, and Spirituality (Urbana: University of Illinois Press, 1997), 32.

6. Steven D. Levitt og Stephen J. Dubner, Freakonomics: A Rogue Economist Explores the Hidden Side of Everything (New York: William Morrow, 2005), 20–21.

 

Stuttar tilvísanir

7. Brynhildur Þórarinsdóttir og Dagný Kristjánsdóttir, 17.

8. Jacobs, Thomas og Lang, Two-Spirit People, 65–71.

9. Levitt og Dubner, Freakonomics, 18.

 

Heimildaskrá

Brynhildur Þórarinsdóttir og Dagný Kristjánsdóttir, ritstj. Í Guðrúnarhúsi: Greinasafn um bækur Guðrúnar Helgadóttir. Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands / Vaka-Helgafell, 2005.

Jacobs, Sue-Ellen, Wesley Thomas og Sabine Lang, ritstj. Two-Spirit People: Native American Gender Identity, Sexuality, and Spirituality. Urbana: University of Illinois Press, 1997.

Levitt, Steven D. og Stephen J. Dubner. Freakonomics: A Rogue Economist Explores the Hidden Side of Everything. New York: William Morrow, 2005.

Ef bók er eftir fjóra til tíu höfunda (eða ritstjóra) eru öll nöfnin skráð í heimildaskrá. Uppröðun og greinarmerking er eins og þegar um er að ræða tvo til þrjá höfunda.

Í tilvísun kemur aðeins fram nafn fyrsta höfundar og því fylgir o.fl.

 

Dæmi

Langar tilvísanir

4. Jeri A. Sechzer o.fl., ritstj., Women and Mental Health (Baltimore: Johns Hopkins University Press, 1996), 243.

 

Stuttar tilvísanir

7. Sechzer o.fl., Women and Mental Health, 276.

 

Heimildaskrá

Sechzer, J. A., S. M. Pfaffiln, F. L. Denmark, A. Griffin og S. J. Blumenthal, ritstj. Women and Mental Health. Baltimore: Johns Hopkins Univ. Press, 1996.

Ef höfundar eru fleiri en tíu eru mælt með því að nöfn fyrstu sjö höfunda séu skráð í löngum tilvísunum og heimildaskrám en nafn fyrsta höfundar í stuttum tilvísunum, með skammstöfunina o.fl. á eftir.