Hljóð og myndefni
Undir hljóð- og myndefni falla kvikmyndir, sjónvarpsþættir og tónlist. Grunnsniðið er tvenns konar, eftir því hvort vísað er til verksins í heild eða hluta verksins. Kvikmyndir falla undir það fyrrnefnda en sjónvarpsþættir og stök sena úr kvikmynd undir það síðarnefnda. Grunnsnið fyrir hluta verks miðar að sjónvarpsþætti en neðar má sjá dæmi um vísun í tónlist.
Með miðli er átt við það margmiðlunarform sem kvikmyndin er á (geisladiskur, DVD-diskur, VHS-spóla eða annað).
Ef vitnað er í sjónvarpsþætti sem sýndir eru á streymisveitu frekar en á DVD eða Blu-Ray t.d., skal skipta út upplýsingunum á eftir dagsetningu frumsýningar fyrir vefslóð. Til dæmis, ef Star Trek þátturinn hér að neðan er frá Netflix í stað þess að vera á Blu-Ray, myndi „https://www.netflix.com/watch/70177897“ koma í stað “Paramount, 2012, Blu-Ray”.
Dæmi
Löng tilvísun
Titill, Nafn leikstjóra/listamanns, leikstjóri/listamaður (útgáfuár; borg: framleiðslufyrirtæki), miðill.
Stutt tilvísun
Titill, ártal.
Heimildaskrá
Nafn leikstjóra/listamanns, leikstjóri/listamaður. Titill. Upphaflegt útgáfuár; framleiðslufyrirtæki, útgáfuár myndbands. Miðill.
Dæmi
Langar tilvísanir
1. Kona fer í stríð, Benedikt Erlingsson, leikstjóri (2018; Slot Machine og Gulldrengurinn ehf, 2018), DVD.
Stuttar tilvísanir
2. Kona fer í stríð, 2018.
Heimildaskrá
Benedikt Erlingsson, leikstjóri. Kona fer í stríð. 2018; Slot Machine og Gulldrengurinn ehf, 2018. DVD.
Löng tilvísun
Titill verks, þáttanúmer, „Titill þáttar,“ Nafn leikstjóra, leikstjóri; Nafn handritshöfundar, handritshöfundur; Nafn leikara, leikarar, frumsýnt dagur, mánuður, ártal, útvarps/sjónvarpskeðja, vefslóð
Stutt tilvísun
Titill verks, ártal.
Heimildaskrá
Nafn leikstjóra, leikstjóri. Titill verks. Seríunúmer, þáttanúmer, „Titill þáttar.“ Frumsýnt dagur, mánuður, ártal, Útvarps/sjónvarpskeðja, vefslóð.
Dæmi
Langar tilvísanir
1. Star Trek: The Next Generation, sería 2, þáttur 9, “The Measure of a Man,” Robert Scheerer, leikstjóri; Melinda M. Snodgrass, handritshöfundur; Patrick Stewart, Brent Spiner og Whoopi Goldberg, leikarar, aired February 13, 1989, in broadcast syndication, Paramount, 2012, Blu-Ray.
Stuttar tilvísanir
2. Star Trek: The Next Generation, 1989.
Heimildaskrá
Snodgrass, Melinda M, handritshöfundur. Star Trek: The Next Generation. Sería 2, þáttur 9, “The Measure of a Man.” Robert Scheerer, leikstjóri; Patrick Stewart, Brent Spiner, og Whoopi Goldberg, leikarar. Frumsýnt 13. febrúar, 1989, í sjónvarpsútsendingu. Paramount, 2012, Blu-Ray.
Dæmi
Langar tilvísanir
1. Bob Dylan, “Workingman’s Blues #2,” tekið upp í febrúar 2006, lag 3 á Modern Times, Columbia, geisladiskur.
Stuttar tilvísanir
2. Bob Dylan, 2006
Heimildaskrá
Dylan, Bob. “Workingman’s Blues #2.” Tekið upp í febrúar 2006. Lag 3 á Modern Times. Columbia, geisladiskur.
Grunnsnið
Löng tilvísun
Höfundur, "Titill myndbands", Heiti vefs, dagsetning, miðill, spilunartími, vefslóð
Stutt tilvísun
Höfundur, "Titill myndbands."
Heimildaskrá
Höfundur. "Titill myndbands." Heiti vefs. Dagsetning. Miðill, spilunartími. Vefslóð
Dæmi
Langar tilvísanir
1. Hlvarp, "Háskólinn í hnotskurn árið 2019", Youtube, 16. júní 2020, myndband, 4:16, https://www.youtube.com/watch?v=1pOnNWb9-Bs
Stuttar tilvísanir
2. Hlvarp, "Háskólinn í hnotskurn".
Heimildaskrá
Hlvarp. "Háskólinn í hnotskurn árið 2019." Youtube. 16. júní 2020. Myndband, 4:16. https://www.youtube.com/watch?v=1pOnNWb9-Bs
Grunnsnið
Löng tilvísun
Höfundur, "Númer þáttar: Titill þáttar", dagsetning, í Titill hlaðvarps, framleitt af Nafn framleiðslufyrirtækis, miðill, spilunartími, vefslóð
Stutt tilvísun
Höfundur, "titill þáttar."
Heimildaskrá
Höfundur. "Númer þáttar: Titill þáttar." Nafn framleiðanda. Titill hlaðvarps. Dagsetning. Miðill, spilunartími. Vefslóð
Dæmi
Langar tilvísanir
1. Vera Illugadóttir, "Tenerife-slysið", 15. maí 2020, Í Í ljósi sögunnar, framleitt af RÚV, hlaðvarp, 38:57, https://www.ruv.is/utvarp/spila/i-ljosi-sogunnar/23795/7hqkpt
Stuttar tilvísanir
2. Vera Illugadóttir, "Tenerife-slysið."
Heimildaskrá
Vera Illugadóttir. "Tenerife-slysið." RÚV. Í ljósi sögunnar. 15. maí 2020. Hlaðvarp, 38:57. https://www.ruv.is/utvarp/spila/i-ljosi-sogunnar/23795/7hqkpt
Viðtölum er raðað eftir viðmælanda, ekki þeim sem tók viðtalið.
Löng tilvísun
Viðmælandi, „Titill viðtals,“ viðtalið tók Nafn, Titill þáttar/myndar/efnis þar sem viðtalið kom fram, framleiðandi, dagsetning, hljóð eða hljóð og mynd, spilunartími, vefslóð.
Stutt tilvísun
Viðmælandi, viðtal.
Heimildaskrá
Viðmælandi. „Titill viðtals.“ Viðtalið tók Nafn. Titill þáttar/myndar/efnis þar sem viðtalið kom fram, framleiðandi, dagsetning. Hljóð eða Hljóð og mynd, spilunartími. Vefslóð.
Dæmi
Löng tilvísun
1. Joy Buolamwini, „ ‘If You Have a Face, You Have a Place in the Conversation About AI,’ Expert Says,“ viðtalið tók Tonya Mosley, Fresh Air, NPR, 28. nóvember 2023, hljóð, 37:58, https://www.npr.org/2023/11/28/1215529902/unmasking-ai-facial-recognition-technology-joy-buolamwini.
Stutt tilvísun
2. Buolamwini, viðtal.
Heimildaskrá
Buolamwini, Joy. „ ‘If You Have a Face, You Have a Place in the Conversation About AI,’ Expert Says.“ Viðtalið tók Tonya Mosley. Fresh Air, NPR, 28. nóvember 2023. Hljóð, 37:58. https://www.npr.org/2023/11/28/1215529902/unmasking-ai-facial-recognition-technology-joy-buolamwini.