Heimildir á erlendum tungumálum
Ekki þarf að þýða heimildir á ensku eða þeim tungumálum sem tengjast efni ritsmíðarinnar beint. T.d. þarf ekki að þýða þýskar heimildir sé verið að skrifa ritgerð um þýskar bókmenntir.
Heimildir á tungumálum öðrum en íslensku, ensku, og þeim sem tengjast efni ritsmíðarinnar beint þarf að þýða og/eða umrita.
Dæmi
Þýða þarf titil efnisins. Þýðingin er innan hornklofa [] á eftir titli á frummálinu. Allt annað er á frummálinu.
Bækur
Löng tilvísun
Höfundur, Titill [Titill þýddur] (Útgáfa, útgáfuár), blaðsíðutal.
1. de Saint-Exupéry, Antoine, Le Petit Prince [Litli prinsinn] (Gallimard, 1943), 24.
Stutt tilvísun
Höfundur, Titill, blaðsíðutal.
2. de Saint-Exupéry, Le Petit Prince, 24.
Heimildaskrá
Höfundur. Titill [Titill þýddur]. Útgáfa, útgáfuár.
de Saint-Exupéry, Antoine. Le Petit Prince [Litli prinsinn]. Gallimard, 1943.
Tímarit
Löng tilvísun
Höfundur, „Titill greinar“ [Titill þýddur], Titill tímarits árgangur, nr. tölublað (ártal): blaðsíðutal.
3. W. Kern, „Waar verzamelde Pigafetta zijn Maleise woorden?“ [Where did Pigafetta collect his Malaysian words?], Tijdschrift voor Indische taal-, land- en volkenkunde 78, (1938): 272.
Stutt tilvísun
Höfundur, „Titill greinar,“ blaðsíðutal.
4. Kern, „Waar verzamelde Pigafetta zijn Maleise woorden?“ 272.
Heimildaskrá
Höfundur. „Titill greinar“ [Titill þýddur]. Titill tímarits árgangur, nr. tölublað (ártal): blaðsíðutal.
Kern, W. „Waar verzamelde Pigafetta zijn Maleise woorden?“ [Where did Pigafetta collect his Malaysian words?]. Tijdschrift voor Indische taal-, land- en volkenkunde 78, (1938): 271–73.
Alltaf þarf að umrita og þýða titil efnisins. Umritun titils kemur í staðinn fyrir titilinn á erlenda ritmálinu og þýðingin kemur strax á eftir innan hornklofa [].
Nöfn höfunda, útgáfustaða, útgefanda og tímarita eru aðeins umrituð. Þau eru ekki þýdd og erlenda ritmálið er ekki haft með.
Erlenda ritmálið er ekki haft með í tilvísunum en má koma fram í heimildaskrá. Hér skiptir mestu máli að gæta samræmis. Sé það haft með þá á nafn höfundarins fyrst að koma fram með latneskum stöfum og svo á erlenda ritmálinu. Titil á erlendu ritmáli kemur á milli umritunar og þýðingar.
Bækur
Löng tilvísun
Höfundur, Titill umritaður [Titill þýddur] (Útgáfa, útgáfuár), blaðsíðutal.
5. Sima, Qian, Shiji gushi xuanyi [Valdar þýðingar sagna úr sögulegum annálum] (Zhonghua shu ju, 1973), 51.
Stutt tilvísun
Höfundur, Titill umritaður, blaðsíðutal.
6. Sima, Shiji gushi xuanyi, 51.
Heimildaskrá
Höfundur. Titill umritaður [Titill þýddur]. Útgáfa, útgáfuár.
Sima, Qian. Shiji gushi xuanyi [Valdar þýðingar sagna úr sögulegum annálum]. Zhonghua shu ju, 1973.
EÐA
Höfundur Höfundur á erlendu ritmáli. Titill umritaður Titill á erlendu ritmáli [Titill þýddur]. Útgáfa, útgáfuár.
Sima, Qian 司馬遷, Shiji gushi xuanyi. 史記故事選譯 [Valdar þýðingar sagna úr sögulegum annálum]. Zhonghua shu ju, 1973.
Tímarit
Löng tilvísun
Höfundur, „Titill greinar umritaður“ [Titill greinar þýddur], Titill tímarits árgangur, nr. tölublað (ártal): blaðsíðutal.
7. Hua, Linfu. „Qingdai yilai Sanxia diqu shuihan zaihai de chubu yanjiu“ [Frumathugun á flóðum og þurrkum á Þriggja gljúfra svæðinu frá tímum Qing keisaraættarinnar til dagsins í dag], Zhongguo shehui kexue 1, (1999): 173.
Stutt tilvísun
Höfundur, „Titill greinar umritaður,“ blaðsíðutal.
8. Hua, „Qingdai yilai Sanxia diqu shuihan zaihai de chubu yanjiu,“ 173.
Heimildaskrá
Höfundur. „Titill greinar“ [Titill þýddur]. Titill tímarits árgangur, nr. tölublað (ártal): blaðsíðutal.
Hua, Linfu. „Qingdai yilai Sanxia diqu shuihan zaihai de chubu yanjiu“ [Frumathugun á flóðum og þurrkum á Þriggja gljúfra svæðinu frá tímum Qing keisaraættarinnar til dagsins í dag]. Zhongguo shehui kexue 1, (1999): 168–79.
EÐA
Höfundur Höfundur á erlendu ritmáli. „Titill greinar“ Titill greinar á erlendu ritmáli [Titill greinar þýddur]. Titill tímarits árgangur, nr. tölublað (ártal): blaðsíðutal.
Hua, Linfu 华林甫. „Qingdai yilai Sanxia diqu shuihan zaihai de chubu yanjiu“ 清代以来三峡地区水旱灾害的初步研究 [Frumathugun á flóðum og þurrkum á Þriggja gljúfra svæðinu frá tímum Qing keisaraættarinnar til dagsins í dag]. Zhongguo shehui kexue 1, (1999): 168–79.