Námsritgerðir

Öll dæmin nota einn höfund. Upplýsingar um marga höfunda hérna.

Nafn höfundar. (ártal). Titill ritgerðar [nánari upplýsingar um ritgerðina]. Nafn háskóla.

Nafn höfundar. (ártal). Titill ritgerðar [nánari upplýsingar um ritgerðina]. Nafn gagnagrunns. www.xx

Nafn höfundar. (ártal). Titill ritgerðar (útgáfunúmer) [nánari upplýsingar um ritgerðina]. Nafn gagnagrunns. 

Ef ritgerð er skrifuð við erlendan háskóla skal skrá hvaða háskóla.

Ef ritgerð er í erlendum gagnagrunni er útgáfunúmer skráð í svigi á eftir titli í stað slóðar í útgáfusæti.

(Hollander, 2017) eða Hollander (2017)
(Rannveig Klara Matthíasdóttir, 2012) eða Rannveig Klara Matthíasdóttir (2012)
(Rúnar Sigþórsson, 2008) eða Rúnar Sigþórsson (2008)

Hollander, M. M. (2017). Resistance to authority: Methodological innovations and new lessons from the Milgram experiment (útgáfunúmer 10289373) [doktorsritgerð, University of Wisconsin-Madison]. ProQuest Dissertations and Theses Global.

Rannveig Klara Matthíasdóttir. (2012). Skóli án aðgreiningar: Viðhorf sérkennara í grunnskólum til stefnunnar skóli án aðgreiningar [óútgefin meistararitgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/13175

Rúnar Sigþórsson. (2008). Mat í þágu náms eða nám í þágu mats: Samræmd próf, kennsluhugmyndir kennara, kennsla og nám í náttúrufræði og íslensku í fjórum íslenskum grunnskólum [doktorsritgerð]. Kennaraháskóli Íslands.