Staðsetning tilvísana

Staðsetning tilvísana er yfirleitt ekki vandamál hjá reyndum höfundum sem notast við margar heimildir og taka lítið frá hverri. Þegar höfundar endursegja efni heimildar í heilum efnisgreinum skal vísa í heimildina í upphafi efnisgreinar, í þeirri málsgrein sem opnar heimildina, en ekki einungis í lokin.

Reglan er sú að vísa til heimildar um leið og umfjöllun um efni hennar hefst til að lesandi velkist ekki í vafa um hvaðan efnið er fengið. Ekki er nóg að staðsetja tilvísun í lok efnisgreinar ef efnisgreinin er öll unnin upp úr sömu heimild.

Þegar höfundur sækir efni til heimildar er það yfirleitt ljóst af orðalagi. Höfundur opnar heimild þegar hann byrjar að rekja efni hennar en lokar heimild þegar hann hættir að nota efni heimildar, tekur sjálfur orðið eða bætir við efni úr annarri heimild. Höfundur getur nýtt sér ólíkar gerðir tilvísana til að koma því til skila hvað er fengið úr heimild og hvað frá höfundi sjálfum.

Grundvallarreglan er sú að vísa skuli til heimildar á eftir eða í upphafi fyrstu málsgreinar sem opnar heimildina. Þá er lesandi aldrei í vafa um hvaðan upplýsingarnar eru fengnar. Ef tilvitnun er einungis örfáar línur er í lagi að vísa til heimildar í lok tilvitnunar.

Image
Mynd af tengdum kössum sem sýnir efnisgrein. Dæmi er efnisgrein um fasrímanotkun ungmenna. Fyrst er minnst á að notkunin breytist eftir aldri, svo er skipt upp í aldurshópa og þeir bornir saman. Loks er dregin niðurstaða.