Nöfn höfunda í tilvísunum
Grundvallarreglan er sú að skrifa einungis eftirnafn erlendra höfunda en skrifa fullt nafn íslenskra höfunda. Meira um nöfn höfunda.
Dæmi
Ef vísað er í efni sem íslenskir höfundar skrifa með erlendum höfundum og/eða er gefið út erlendis þarf að meta hverju sinni hvort nafnið verði skráð samkvæmt íslenskri hefð, erlendri eða eins og nafnið er skráð í viðkomandi heimild. Hér þarf höfundur að gæta samræmis og velja sömu leið í sama verki.
Við endurtekna tilvísun í íslenskan höfund (þegar vísað er oftar en einu sinni í sama höfund) má sleppa eftirnafni.
(Agnar Þórðarson, 2000) eða Agnar Þórðarson (2000)
Seinni tilvísanir
(Agnar, 2000) eða Agnar (2000)
Ef tveir íslenskir höfundar eða fleiri hafa sama fornafn skal við endurtekna tilvísun skammstafa eftirnafnið.
(Agnar A., 2003) og (Agnar Þ., 2005) eða Agnar A. (2003) og Agnar Þ. (2005)
Um nöfn erlendra höfunda er reglan sú, að nota aðeins eftirnafn höfundar.
(Tudge, 2008) eða Tugde (2008)
Ef tveir erlendir höfundar hafa sama eftirnafn skal skammstafa fornafn þeirra.
(L. Kim, 2003) og (P. Kim, 2005)