Útgáfusætið

Í útgáfusætinu kemur fram hvaða útgáfufyrirtæki stóð að útgáfunni. Meginreglan er sú að fylla skuli út útgáfusæti allra rafbóka og prentaðra heimilda nema tímaritsgreina, laga og reglugerða.

Dæmi um skráningu

Skrá skal heiti útgáfufyrirtækis en ekki rekstrarform þess. svo sem (hf., ehf., Inc., Corp.). Sleppa skal augljósum upplýsingum eins og Bókaútgáfan Bjartur, & Co, Wiley & sons.

Gestur Guðmundsson. (2012). Félagsfræði menntunar: Kenningar, hugtök, rannsóknir og sögulegt samhengi (2. útgáfa). Skrudda. útgáfufélag.

Tatar, M. (ritstjóri). (1999). The classic fairy tales. W.W. Norton. & Company.

Ef útgefandi er höfundur sjálfur er skráð “Höfundur” í stað útgáfufyrirtækis.

Ragna Freyja Karlsdóttir. (2001). Ofvirknibókin: Fyrir kennara og foreldra. Höfundur.

Samkvæmt APA skal almennt ekki skrá upplýsingar um útgáfu þegar vísað er til efnis af netinu. Þess í stað skal fylla út vefsæti með tengli (ýmist með DOI-slóð eða vefslóð). Hvorki skal skrifa "DOI" fyrir framan DOI-slóðina né "sótt af" fyrir framan vefslóðina. Ef um rafbók er að ræða skal útgefandi koma fram sé hann þekktur.

Hinostroza, J. E., Labbé, C. og Matamala, C. (2013). The use of computers in preschools in Chile: Lessons for practitioners and policy designers. Computer & Education, 68, 96-104. https://doi.org/10.1016/j.compedu.2013.04.025

Breugem, A. J., Wesseling, J. G., Oostindie, K. og Ritsema, C. J. (2020). Meterological aspects of heavy precipitation in relation to floods – An overview. Earth-Science Reviews, 204, 1-46. https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0012825219300339

 

Stundum getur verið nauðsynlegt að veita nánari upplýsingar í heimildaskrá um hlutverk þess sem kemur í stað höfundar, tegund verks, útgáfu eða þýðanda. Þessar upplýsingar eru kallaðar viðbótarupplýsingar.

Ef nauðsynlegt er að geta þess að sú útgáfa sem notast er við, sé önnur en frumútgáfa þarf að skrá það sérstaklega. Þetta á oft við um þýddar bækur. Þessar upplýsingar eru skráðar fyrir aftan útgáfufyrirtæki, innan sviga.

Dewey, J. (2000). Reynsla og menntun (Gunnar Ragnarsson, þýðandi). Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands (frumútgáfa 1938).

Eftir því sem lengra líður á milli útgáfa, því mikilvægara er að geta þess hvenær verkið kom upphaflega út (frumútgáfa). Ekki er hægt að gefa upp reglur um það hvenær geta skal frumútgáfu og hvenær ekki enda geta miklar breytingar átt sér stað á ólíkum fræðasviðum á ólíkum tímum og með mislöngu millibili.

Ef frumútgáfu er getið í heimildaskrá þarf að skrá bæði ártölin í tilvísun

Dewey (1938/2000).