Aðgangsstýrðar bækur og efni á netinu

Rafrænar útgáfur bóka er oft að finna á gagnabönkum sem eru að einhverju eða öllu leyti í lokuðum aðgangi. Þá geta komið upp álitamál um skráningu heimildar, einkum hvað varðar útgáfusætið og vefsætið.

Hægt er að finna ýmsar bækur og annað efni á netinu sem er í landsaðgangi. Það þýðir að allir sem eru tengdir netinu á Íslandi hafa aðgang að efninu.

Til eru gagnasöfn á netinu sem eru aðeins aðgengileg þeim sem eru tengdir neti Háskóla Íslands eða neti annarra stofnana eða fyrirtækja sem hafa borgað sérstaklega fyrir þau. Þetta á til dæmis við um þau gagnasöfn sem er að finna á Snöru (snara.is).

Til eru gagnabankar (t.d. questia.com) sem einstaklingar geta borgað fyrir aðgang að og geta þá nálgast öll gögn gagnabankans. Jafnframt geta einstaklingar borgað fyrir aðgang að einstökum greinum eða bókaköflum á sumum gagnabönkum.

Í námskeiðum við Háskóla Íslands er lesefni oft að finna á lokuðum námskeiðsvefjum (uglu-vefir, moodle-vefir) sem aðeins eru aðgengilegir kennurum og nemendum tiltekins námskeiðs. Þá hefur kennari tiltekins námskeiðs t.d. skannað bókarkafla og komið fyrir á námskeiðsvefnum. Ef nemandi vísar í þennan bókarkafla í ritgerð sinni er mælt með að hann vísi í prentaða útgáfu heimildarinnar.

Nemendur eru hvattir til að spyrja kennara sína hvernig þeir vilja að heimildir á borð við þær sem nefndar eru hér að ofan skulu skráðar.