Skammstafanir

Algengar skammstafanir í heimildaskrám:

  • bls. blaðsíða/-ur
  • e.d. engin dagsetning
  • o.fl. og fleiri
  • ritstj. ritstjóri / ritstjórar

Forðast á að hafa skammstafanir í lesmáli, meðal annars vegna þess að það þykir læsilegra að skrifa orðin út frekar en skammstafa þau.  auk þess sem sama skammstöfun getur haft tvær eða fleiri merkingar (til dæmis getu s.s. bæði þýtt „sama sem“ og „svo sem“).

Þegar skammstöfuð eru til að mynda hugtök, heiti samninga, samþykkta eða stofnana er allur titillinn skrifaður fyrst og skammstöfunin í sviga á eftir. Framvegis þegar fjallað er um hugtakið eða stofnunina má nota skammstöfunina eingöngu. Hér má sem dæmi nefna Sameinuðu þjóðirnar (SÞ)  og Háskóla Íslands (HÍ).